13.11.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöðu hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni.
13.11.2020
Út er komin ný íslensk bók, Elli - dagur í lífi drengs með ADHD á vegum ADHD samtakanna. Bókin er fjörug, ríkulega myndskreytt barnabók, byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD.
28.10.2020
Á hverju ári veita Landssamtökin Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.
14.10.2020
Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, hefur fengið styrk að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er ein af tillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss.
30.09.2020
Þriðjudaginn 6. október byrjar áhugavert og bráðskemmtilegt verkefni á vegum Þroskahjálpar fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 15 ára með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir. Verkefnið er kallað „Menning – frá okkar bæjardyrum séð“ og er það unnið með styrk úr Barnamenningarsjóði.
17.09.2020
Námskeiðið Ungmenni með einhverfu og önnur þroskafrávik verður næst haldið 5. – 6. október en námskeiðið er ætlað foreldrum, aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, ráðgjöf þjálfun og kennslu ungmenna með einhverfu og önnur þroskafrávik frá 13 ára aldri.
15.09.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf skjalastjóra. Leitað er að einstaklingi með þekkingu og góða reynslu af skjalastjórnun til að hafa umsjón með þróun skjalastjórnunar og skjalavistunarmálum stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun, skráning, frágangur og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ).
14.09.2020
Hin árlega Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar var haldin 10. og 11. september síðastliðinn með um það bil 350 þátttakendum. Í ljósi breytts ástands varðandi samkomuhald sl. vikur og mánuði var ákveðið að bjóða upp á streymi af ráðstefnunni og mæltist það mjög vel fyrir. Um það bil 150 gestir tóku þátt á Hilton Reykjavik Nordica ráðsstefnuhótelinu og um 200 manns fylgdust með streymi af ráðstefnunni.
10.09.2020
Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar hefst í dag stendur til kl. 15:30 á föstudag. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er Mennt er máttur; fjölbreytt þjónusta fyrir börn með sérþarfir á öllum skólastigum. Ráðstefnan er haldin í 35. skipti og er stærsti faglegi vettvangur þeirra sem tengjast börnum með þroskafrávik. Eins og nafn ráðstefnunnar bendir til er hún alla jafna haldin að vori en var fresta í maí vegna Covid19. Alls taka 30 fyrirlesarar, bæði fagfólk og fólk í stjórnsýslunni, til máls í 26 erindum undir stjórn sex fundarstjóra.
08.09.2020
Í tilefni af alþjóðlega Duchenne deginum 7. september sl. kom út ný bók sem heitir "Duchenne og ég" og var veglegt útgáfuhóf haldið í tilefni af deginum og bókinni. Hulda Björk Svansdóttir sem er móðir Ægis Þórs sem er með Duchenne-sjúkdóminn þýddi bókina en Duchenne Samtökin á Íslandi gáfu hana út.