Fræðslusamstarf milli Rúmeníu og Íslands vegna einhverfu
			
					22.05.2015			
	
	Samstarfsverkefnið heitir „Aðlagað samfélag – Þátttaka allra barna“ og felst í að þróa aðferðir til að styðja skóla við að taka á móti börnum með einhverfu í Rúmeníu. Verkefnið er styrkt af EFTA og rúmenskum yfirvöldum og nemur rúmlega 22 milljónum íslenskra króna og varir í heilt ár.
 
 
 

