28.02.2025
Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar glitraði með einstökum börnum á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna.
20.02.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.
17.02.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf læknis á nýju Greiningasviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn, börn á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að öflugum lækni sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
12.02.2025
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin í fertugasta sinn á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp.
06.02.2025
Ás einhverfuráðgjöf heldur námskeið í CAT-kassanum og CAT-vefappinu í Kríunesi við Elliðavatn föstudaginn 4. apríl nk.