Kynning á þróun námsefnis um kynheilbrigði fyrir ungmenni með frávik í þroska
			
					30.11.2022			
	
	Síðastliðin tvö ár hafa María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Thelma Rún van Erven sálfræðingur, sem eru báðar starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, tekið þátt í Erasmus samstarfsverkefni fyrir hönd stofnunarinnar. Verkefnið kallast HEDY (Health Education for Disabled Youth) og var markmið þess að styðja við þróun námsefnis í tengslum við kynheilbrigði fyrir börn og unglinga með frávik í þroska.
 
 

