Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu RGR 2023 eru aðgengilegar
			
					08.08.2023			
	
	Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 11. og 12. maí 2023 eru komnar á vef RGR. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir.  Fyrirlestrar ráðstefnunnar voru alls 20 sem fluttir voru af 29 fyrirlesurum sem komu úr röðum fagfólks, stjórnsýslu, nemenda í sérdeildum og foreldra. 
 

