Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) annast framkvæmd Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fyrir fötluð börn og fullorðna á landsvísu.

Markmið með Stöðluðu mati á umfangi stuðningsþarfa er að nýta niðurstöður til úthlutunar fjármagns frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og til að gera einstaklingsbundnar áætlanir um stuðning (sbr. lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir). Matinu er ætlað að tryggja markvissa og réttláta skiptingu þess fjármagns sem veitt er af hálfu ríkisins til þjónustu við fatlaða.

Matskerfin eru gefin út af American Association on Intellectual and Development Disabilities (AAIDD) og sáu sérfræðingar þáverandi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um stöðlun þeirra og hefur RGR nú jafnframt einkarétt á notkun þeirra. Matið er framkvæmt af óháðum, sérstaklega þjálfuðum sérfræðingum með víðtæka reynslu af starfi með fötluðum börnum og fullorðnum. Matið er framkvæmt í nærumhverfi þjónustunotenda.

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa barna (SIS-C)

Notað er matskerfið Supports Intensity Scale Children‘s Version, (SIS-C) fyrir börn. Matið nær til barna á aldrinum 5–18 ára og metur stuðningsþarfir fatlaðs barns óháð fötlunargreiningu, í samanburði við önnur börn, bæði fötluð og ófötluð.

Hér neðar má sjá ítarlegri upplýsingar um Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa fyrir börn:

Viðmið við inntökur fyrir Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa barna.

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa barna. Verklag.

Nánari upplýsingar um framkvæmd Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa barna.

Staðfesting foreldra fyrir Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa barna.

Að lesa úr niðurstöðum Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa barna.

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa barna - á einföldu máli.

 

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna (SIS-A)

Notað er matskerfið Supports Intensity Scale Adult version (SIS-A) fyrir fullorðna. Matið sem nær til fullorðinna fatlaðra 18 ára og eldri, metur með samræmdum og hlutlægum hætti stig og magn þess hagnýta stuðnings sem einstaklingar með fötlun þarfnast til að lifa sem eðlilegustu lífi með fullri þátttöku í samfélaginu.

Hér neðar má sjá ítarlegri upplýsingar um Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa fyrir fullorðna

Skilgreining á markhópum vegna Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna.

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna. Verklag.

Nánari upplýsingar um framkvæmd Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna.

Samþykkisyfirlýsing vegna Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa.

Að lesa úr niðurstöðum Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna.

Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa fullorðinna - á einföldu máli.

Sótt er um Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa hjá tengiliði sveitarfélags. Tengiliðir eru starfsmenn sveitarfélaga, annars vegar hjá skólaþjónustu fyrir börn og þjónustu við fatlaða fyrir fullorðna. Nánari upplýsingar um tengiliði fást hjá viðkomandi sveitarfélagi eða með því að senda tölvupóst á netfangið sis (hjá) greining.is

_____________________________________________

Hér má smella á upplýsingar um námskeið um Staðlað mat á umfangi stuðningsþarfa á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var 2. nóvember 2020. Þar má finna upptökur af erindum og glærur fyrirlesara

Sérfræðingar:
Guðný Stefánsdóttir
Þóranna Halldórsdóttir
Hildur Eggertsdóttir