Ráðgjafar- og greiningarstöð skiptist í þrjú svið:

  •  Greiningarsvið
  •  Ráðgjafarsvið
  •  Skrifstofa forstjóra

Auk sviðanna starfa verkefnamiðuð teymi þvert á skipulag til að tryggja sem besta nýtingu á sérþekkingu starfsfólks og veita heildstæða þjónustu.

Forstjóri, staðgengill forstjóra, fjármálastjóri, mannauðsstjóri og sviðsstjórar mynda yfirstjórn faglegrar og fjárhagslegrar starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.

Greiningarsvið

Greiningarsvið annast þverfaglegar athuganir á börnum sem vísað er til RGR í kjölfar frumgreiningar. Athugunarferli byggist á þverfaglegri teymisvinnu og notkun viðurkenndra mats- og greiningartækja, þar sem lögð er áhersla á þátttöku foreldra og barns, auk þess sem ítarlegra upplýsinga er aflað frá þjónustuaðilum sem fjölskyldunum tengjast, s.s. skólum, heilbrigðisstofnunum, sjálfstætt starfandi sérfræðingum og félags- og skólaþjónustu. Starfsfólk Greiningarsviðs.

Ráðgjafarsvið

Ráðgjafarsvið sinnir sérhæfðri ráðgjöf og eftirfylgd fyrir börn með miklar áskoranir í taugaþroska. Einnig er veitt langtímaeftirfylgd vegna barna með flókinn samsettan vanda og víðtækar þjónustuþarfir. Byggt er á teymisvinnu og gildum fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Þjónustan er sniðin að þörfum hverrar fjölskyldu og reynt að stuðla að viðeigandi úrræðum og samvinnu milli þjónustukerfa. Veitt er sérhæfð ráðgjöf t.d. vegna áskorana tengdum fæðuinntöku, hegðun, tjáskiptum og svefni. Starfsfólk Ráðgjafarsviðs.

Starfsfólk beggja sviða annast fræðslu og ráðgjöf til fjölskyldna og samstarfsaðila, í formi námskeiða auk einstaklingsmiðaðrar fræðslu og ráðgjafar.

Skrifstofa forstjóra

Á skrifstofu forstjóra fer fram umsýsla með rekstur, mannauð, fræðslu- og kynningarmál, rannsóknir og skjalavörslu. Þar er einnig unnið að úrvinnslu tilvísana og framkvæmd staðlaðs mats á stuðningsþörf fatlaðs fólks frá sex ára aldri (SIS A og SIS C). Starfsfólk skrifstofu forstjóra.


Skipurit Ráðgjafar- og greiningarstöðvar
 

Uppfært í júní 2025