Þegar börn og unglingar koma á Greiningarstöð er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga.

Hvíld
Þar sem viðtöl og athuganir geta verið krefjandi fyrir börn er mikilvægt að þau fái nægan svefn og séu vel úthvíld.

Lyfjagjöf
Foreldrar eru beðnir að breyta ekki lyfjanotkun barnsins, þar með talið lyfjum vegna ofvirkni og hegðunarraskana.

Hafa meðferðis
Þegar barn kemur í athuganir er mikilvægt að taka með hluti sem skipta máli svo sem gleraugu og heyrnartæki. Þegar meta á hreyfifærni er einnig mikilvægt að barnið sé í þægilegum fatnaði og með íþróttaskó með sér. Gott er að taka með nesti þá daga þar sem dagskráin er löng.

Hjálpartæki
Ef barnið notar hjálpartæki eins og spelkur, gönguhjálpartæki, sérstakan vinnustól eða sessu, tjáskiptatæki eða annað er mikilvægt að hafa slíkt meðferðis.

Ef breyta þarf dagskrá
Ef fjölskylda af einhverjum ástæðum kemst ekki í þá tíma sem lagðir hafa verið til í dagskrá er mikilvægt að láta vita á Greiningarstöð í síma 510-8400.

Ef spurningar vakna
Ef spurningar vakna hjá foreldrum er best að hafa samband við tengil barnsins í síma eða tölvupósti. Nafn tengils kemur fram á dagskrá barnsins og í öðrum gögnum.