Persónuverndarstefna 

Ráðgjafar- og greiningarstöð RGR vinnur samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Persónuverndarstefna GRR varðar meðferð, vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga og er hluti af stjórnskipulagi stofnunarinnar. Til að tryggja lögmæta persónuvernd hefur forstöðumaður RGR gert samning við Sigrúnu Jóhannesdóttur lögfræðing um að sinna starfi persónuverndarfulltrúa stofnunarinnar.

Stefna RGR  varðandi persónuvernd er að persónuupplýsinga sé einungis aflað, þær geymdar og unnið með þær teljist það nauðsynlegt til að uppfylla skilyrði laga sem RGR er falið að framfylgja. Einnig að persónuupplýsingar notenda þjónustu RGR séu verndaðar með skipulegum hætti, þ.m.t. viðkvæmar, heilsufarslegar og félagslegar persónuupplýsingar. Mikilvægt er að tryggja vernd, réttleika, gagnsæi og aðgengi einstaklinga að eigin gögnum og upplýsingum í vörslu RGR og að persónuupplýsingar berist ekki óviðkomandi.

Markmið RGR um persónuvernd miðar að því að persónuverndar skuli gætt við meðferð persónuupplýsinga í allri starfsemi stofnunarinnar, hvort sem vinnslan tengist beinni þjónustu við notendur eða starfsmenn, rannsóknum eða fræðslu. Einnig að persónuverndar skuli gætt við öflun og miðlun upplýsinga til samstarfsaðila eftir öruggustu leiðum sem eru í boði á hverjum tíma og að persónuverndarsjónarmið séu höfð í öllum tölvukerfum og öllum hugbúnaði í eigu RGR eða sem RGR vinnur með.

Sjá nánari upplýsingar í persónuverndarstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Allar fyrirspurnir um meðhöndlun persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu RGR skal senda á netfangið personuvernd@rgr.is. RGR svarar fyrirspurnum og vinnur úr þeim í samráði við persónuverndarráðgjafa.

Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna þessi kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja starfsfólki Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) þau réttindi sem kveðið er á um í 6. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020.

RGR greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem störf gera. Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Við ákvörðun launa skal þess gætt að kynjum sé ekki mismunað. Komi óútskýrður kynbundinn launamunur í ljós skal unnið að því að útrýma honum þannig að starfsfólk fái greitt fyrir störf sín út frá verðmæti þeirra óháð kyni. 

Sjá nánari upplýsingar um jafnlaunastefnu RGR.