Umhverfis- og loftlagsstefna

Framtíðarsýn

Ráðgjafar- og greiningarstöð stefnir á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftlagsmálum með því að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Ráðgjafar- og greiningarstöð vinnur að stöðugum umbótum til að hafa jákvæð umhverfisáhrif og hefur það að leiðarljósi í ákvarðanatöku og daglegri starfsemi. 

Umfang

Stefna þessi tekur til umhverfisáhrifa af innri rekstri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar og varðar allt starfsfólk stofnunarinnar. Stefnan nær til orkunotkunar, útgangsmyndunar, innkaupa og samgangna á vegum RGR. Reynt er eftir fremsta megi að mæla þessa umhverfisþætti og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Orkunotkun

  • Rafmagns- og heitavatnsnotkun.

Úrgangur

  • Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til á öllum starfsstöðvum.
  • Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til á öllum starfsstöðvum.
  • Heildarmagn úrgangs sem fellur til á öllum starfsstöðvum.
  • Endurvinnsluhlutfall á öllum starfsstöðvum.

Innkaup

  • Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir.
  • Hlutfall umhverfisvottaðrar prentþjónustu sem stofnunin kaupir.
  • Magn ræsti- og hreinsiefna sem stofnunin kaupir, með eða án umhverfisvottunar.
  • Hlutfall umhverfisvottaðrar ræstiþjónustu sem stofnunin kaupir.

Samgöngur

  • Losun GHL vegna aksturs á bifreiðum stofnunar.
  • Losun GHL vegna flugferða starfsmanna innanlands.
  • Losun GHL vegna flugferða starfsmanna erlendis.
  • Losun GHL vegna aksturs á bílaleigu- og leigubílum.
  • Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsfólk.

Áherslur í umhverfis- og loftlagsmálum

Ráðgjafar- og greiningarstöð kappkostar að framfylgja markmiðum hins opinbera í umhverfismálum. 

Áherslur RGR:

  • Fylgja Grænum skrefum.
  • Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna samgangna, úrgangs- og orkunotkunar.
  • Efla fjarfundarmenningu hjá stofnuninni.
  • Draga úr akstri- og flugsamgöngum á vegum stofnunarinnar.
  • Draga úr úrgangsmyndun og auka endurvinnslu.
  • Stuðla að orkusparnaði í rekstri húsnæðis RGR
  • Huga að vistvænum innkaupum.
  • Umhverfismerktar vörur og þjónusta valin umfram annað.
  • Hvetja starfsfólk að aukinnar umhverfisvitundar.
  • Afla þekkingar á og innleiða tæknilegar lausnir sem draga úr losun með breyttu vinnulagi.
  • Umhverfisstarf sé viðvarandi og rýnt reglulega.

Ábyrgð

  • Forstjóri ber ábyrgð á að umhverfis- og loftslagsstefnunni sé framfylgt.
  • Verkefnastjóri teymis grænna skrefa ásamt verkefnahópi ber ábyrgð á innleiðingu grænna skrefa ríkisstofnana og að umhverfisstarf RGR sé rýnt reglulega.
  • Fjármálastjóri ber ábyrgð á að grænu bókhaldi skilað árlega.

Endurskoðun

Umhverfis- og loftslagsstefnan skal endurskoðuð árlega og markmið uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára.

Umhverfis- og loftslagsstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar tekur mið af:

Leiðbeiningum Umhverfisstofnunar um loftslagsstefnur opinberra aðila.

Skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu.

Aðgerðaáætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.

Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Grænum skrefum

 

Soffía Lárusdóttir, forstjóri

Útgáfudagur 7. janúar 2025 (STE-007-1)