Flest námskeiðin eru haldin í Rauða kross húsinu í Hafnarfirði, Strandgötu 24. Smærri námskeið (með fáum þátttakendum) eru haldin í Bókasafni Kópavogs, Hamraborg 6a, 200 Kópavogi.
Skráning
Skráningu á námskeið lýkur alla jafna viku til 10 dögum fyrir fyrsta dag námskeiðsdag (þegar þeir eru fleiri en einn). Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiðum ef ekki næst nægur þátttakendafjöldi eða ef ófyrirsjáanlegar aðstæður skapast.
Tilkynna þarf forföll eða aðrar breytingar skriflega a.m.k. hálfum mánuði fyrir námskeiðsdag eða áður en skráningu lýkur með því að senda tölvupóst á fraedsla@rgr.is. Ráðgjafar- og greiningarstöð áskilur sér rétt til þess að innheimta skráningar- og umsýslugjald ef tilkynning berst eftir að skráningu á námskeið er lokið.
Haft verður samband við skráða þátttakendur á námskeiðum tímanlega og minnt á skráningu, stað- og tímasetningu námskeiðs. Þáttakendur á flestum námskeiðum fá glærur námskeiða send sem pdf hefti í tölvupósti áður en námskeiðið hefst. Í sumum tilvikum fá þáttakendur útprentuð verkefni.
Tveimur virkum dögum fyrir byrjun hvers námskeiðs fá þátttakendur upplýsingar um námskeiðin, námsskeiðsgögn, tengla á fjarfundi og þess háttar. Mikilvægt er að skrá rétt netfang og leita í ruslpósti (spam) eða öðrum póstmöppum þar sem tölvupóstur frá Ráðgjafar- og greiningarstöð gæti hafa ratað.
Námskeiðsgjöld
Eingöngu er hægt að ljúka skráningu á námskeið með kortagreiðslu og er bæði tekið við kredit og debetkortum. Ef þátttakandi er skráður á námskeið en hættir við þarf að tilkynna forföll skriflega á netfangið fraedsla@greining.is með 10 daga fyrirvara og fær hann þá gjaldið endurgreitt inn á kortið. Sömu reglur gilda um skráningu á árlega vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar.
Eftir að gengið hefur verið frá skráningu og greiðslu fær þátttakandi kvittun senda í tölvupósti (pdf skjal) sem dugar til endurgreiðslu frá stéttarfélagi. Ef kvittun tapast eða skilar sér ekki má kalla eftir henni í netfanginu fraedsla@rgr.is.
Lágmarksþátttöku þarf hverju sinni svo námskeið verði haldið.
Biðlistaskráning
Ef þátttakandi hefur skráð sig á biðlista verður haft samband með tölvupósti ef pláss á námskeiðinu losnar. Skráning á biðlista þýðir ekki að viðkomandi hafi fengið pláss
Endurgreiðsla
Ef upp koma veikindi þátttakenda eða barns endurgreiðir Ráðgjafar- og greiningarstöð námskeiðið inn á það kort sem greitt var með ef tilkynnt er um veikindi meðan á námskeiðinu stendur. Einnig er hægt að láta greiðslu námskeiðs ganga upp í næsta námskeið. Mikilvægt er að tilkynna um forföll vegna veikinda eins fljótt og hægt er.
Fyrirspurnir
Hafir þú spurningar varðandi skráningar á námskeið eða greiðsluskilmála hafðu þá samband við starfsfólk í fræðslu- og kynningarstarfi með tölvupósti á fraedsla@greining.is eða í síma 510 8400.