26.11.2025
Landspítali hefur undirritað samstarfssamning við Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) og Geðheilsumiðstöð barna (GMB) um sérnám í barna- og unglingageðlækningum. Samningurinn var undirritaður 5. nóvember og markar mikilvægt skref í því að fjölga sérfræðilæknum á þessu sviði og efla þjónustu við börn og ungmenni um allt land.
19.11.2025
Fimm starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar tóku þátt í fjórtándu alþjóðlegu ráðstefnunni Autism Europe sem haldin var í Dublin dagana 11.–13. september 2025. Ráðstefnan fór fram í RDS ráðstefnuhöllinni og var skipulögð í samstarfi við erlenda og innlenda fag- og hagsmunaaðila.
07.11.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við Mat á stuðningsþörf. Leitað er að sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að verkefnum tengdum stuðningsþörfum fatlaðra barna og fullorðinna og mati á umfangi stuðningsþarfa.