Starfsmaður Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á ráðstefnu um málefni barna með áskoranir í taugaþroska
01.07.2025
Hanna Marteinsdóttir sjúkraþjálfari Ráðgjafar- og greiningarstöð tók nýverið þátt í ráðstefnu EACD (European Academy of Childhood-onset Disability) sem í ár var sameinuð alþjóðlegum samtökum IAACD (International Alliance of Academies of Childhood Disability). Ráðstefnan fór fram í Heidelberg í Þýskalandi dagana 24. - 28. júní 2025.