Starfsmaður Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á ráðstefnu um málefni barna með áskoranir í taugaþroska

Hanna Marteinsdóttir sjúkraþjálfari Ráðgjafar- og greiningarstöð tók nýverið þátt í ráðstefnu EACD (European Academy of Childhood-onset Disability) sem í ár var sameinuð alþjóðlegum samtökum IAACD (International Alliance of Academies of Childhood Disability). Ráðstefnan fór fram í Heidelberg í Þýskalandi dagana 24. - 28. júní 2025.

Breyting á skipulagi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR)

Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) hefur breytt skipulagi sínu með það að markmiði að bæta þjónustu og stuðla að meiri samfellu í þjónustu stofnunarinnar. Í nýju skipulagi hefur sviðum verið fækkað úr sjö í þrjú: Greiningarsvið, Ráðgjafarsvið og Skrifstofa forstjóra. Samhliða breytingunni verða starfandi verkefnamiðuð teymi sem vinna þvert á sviðin, með það að markmiði að nýta sérþekkingu starfsfólks sem best.