Starfsmaður Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á ráðstefnu um málefni barna með áskoranir í taugaþroska

Hanna Marteinsdóttir sjúkraþjálfari Ráðgjafar- og greiningarstöð tók nýverið þátt í ráðstefnu EACD (European Academy of Childhood-onset Disability) sem í ár var sameinuð alþjóðlegum samtökum IAACD (International Alliance of Academies of Childhood Disability). Ráðstefnan fór fram í Heidelberg í Þýskalandi dagana 24. - 28. júní 2025.

Ráðstefnan var umfangsmikil með 2.000 þátttakendum frá 82 löndum. Á dagskránni voru 1.400 erindi frá um 1.000 fyrirlesurum. 

Erindin voru fjölbreytt og áhugaverð. Fjallað var meðal annars um nýjustu rannsóknir, þróun í þjónustu víðsvegar um veröldina og mikilvægi þátttöku barna og fjölskyldna í samfélaginu.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrána má finna hér:

https://eacd-iaacd2025.org/
📄 Dagskrá EACD 2025 (PDF)

Næstu ráðstefnur

  • EACD 2026 verður haldin í Galway á Írlandi dagana 3.–6. júní 2026. Þema næstu ráðstefnu er dregið af írskri visku: Mol an Óige agus Tiocfaidh SiadHvetjum unga fólkið og það mun blómstra. Þar verður lögð áhersla á heildræna nálgun á fötlun og heilsu yfir ævina, og að rödd barna og fjölskyldna þeirra verði í forgrunni.
  • IAACD 2028 verður næst haldin í Mombasa í Kenía, í samstarfi við East African Academy of Childhood-onset Disability.