Ábendingar um ýmis önnur námskeið sem berast Ráðgjafar- og greiningarstöð

Athugið að listinn er ekki tæmandi. Ráðgjafar- og greiningarstöð ber ekki ábyrgð á þeim námskeiðum sem hér eru auglýst.

Sumarlokun Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 8. júlí - 6. ágúst 2024

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til kl. 10.00 þann 6. ágúst 2024. Gleðilegt sumar!

Starf sálfræðings laust til umsóknar á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Þrjú störf laus til umsókna á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í snemmtækri íhlutun á Yngri barna sviði, starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði og starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Dagskrá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar komin í loftið!

Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, verður haldin 2. og 3. maí 2024 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Ráðstefnan mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur 12:30 föstudaginn 3. maí.

Skráning hafin! Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 2024

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á árlega vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldin verður 2. og 3. maí 2024 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.

Talmeinafræðingur til afleysinga

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á Eldri barna sviði en þar er veitt þjónusta vegna barna á grunn- og framhaldsskólaaldri. Um er að ræða afleysingarstarf til allt að 12 mánaða.

Fræðsla fyrir foreldra - Unglings og kynþroskaárin

Fjarnámskeið: Atferlisíhlutun

Fjarnámskeið um atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik! Námskeiðið er 13. og 14. mars 2024 á zoom.

Fræðslunámskeið - Kvíði barna á einhverfurófi

Námskeiðið er nýtt hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og minnka líkur á hamlandi kvíða síðar á lífsleiðinni. Milli tíma vinna foreldrar heimaverkefni sem snúa að því að draga úr kvíðaeinkennum barna sinna. Mælt er með er að foreldrar mæti í báða tímana.