Vorráðstefna 2026: Sköpum tækifæri – þátttaka og framtíð fatlaðra barna

Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi dagana 7. og 8. maí 2026. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Gló-Æfingastöð.
 
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Sköpum tækifæri – þátttaka og framtíð fatlaðra barna.
 
Á ráðstefnunni verður fjallað um þátttöku fatlaðra barna í daglegu lífi og samfélagi og hvernig skapa megi raunveruleg tækifæri til þátttöku, nú og til framtíðar. Sjónum verður beint að mikilvægi umhverfis, viðhorfa og samstarfs í mótun farsællar þjónustu og stuðnings.
 
Markmiðið er að draga fram fjölbreytt sjónarhorn úr fræða- og reynsluheimi, efla samtal fagfólks, fjölskyldna og annarra hagaðila og horfa til framtíðar með það að leiðarljósi að styrkja stöðu, lífsgæði og þátttöku fatlaðra barna.
 
Nánari upplýsingar um dagskrá og fyrirlesara verða kynntar síðar.
 
Takið dagana frá!

 

Hér er tengill á Facebook viðburð ráðstefnunnar