01.02.2023
Það eru laus sæti á Systkinasmiðju fyrir eldri börn á aldrinum 12 - 14 ára sem haldin verður næstu helgi 4. - 5. febrúar frá kl. 12.00 - 15.00. Systkinasmiðjan er fyrir eldri börn sem eiga systkini með fötlun og/eða þroskafrávik. Á námskeiðinu eru ýmis verkefni leyst, börnin ræða stöðu sína innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Einnig er það rætt hvernig er leyst úr erfiðleikum sem verða á vegi barnanna, meðal annars vegna systkina og margt fleira.
23.01.2023
Ráðgjafar – og greiningarstöð vekur athygli á tveimur vinsælum námskeiðum sem kennd verða á næstunni. Annars vegar Tákn með tali sem að þessu sinni verður kennt á Akureyri 31. janúar og hins vegar AEPS, færnimiðað matskerfi sem kennt verður 30. og 31. janúar í Reykjavík.
23.01.2023
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.
20.01.2023
Þann 27. mars nk. verur haldið fræðslunámskeið um notkun CAT-kassans með áherslu á nýja útgáfu af kassanum. Kennarar námskeiðsins eru Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi. Námskeiðið verður haldið í Kríunesi við Elliðavatn frá kl. 9.00 til 15.30.
17.01.2023
Það eru laus sæti á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður í Gerðubergi 23. og 24. janúar nk. frá kl. 9.00 til 16.00 báða dagana. Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem starfa við skipulagningu og framkvæmd heildstæðrar atferlisíhlutunar fyrir börn með frávik í þroska í leikskólum. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
11.01.2023
Guðný Stefánsdóttir, sviðsstjóri á Mati á stuðningsþörf hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð, hefur verið tilnefnd heiðursfélagi í bandarískum samtökum sem bera nafnið American Association on Intellectual and Developmental Disabilities (AAIDD) en hún er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þennan einstaka heiður. Samtökin, sem voru stofnuð árið 1876, eru elstu og virtustu samtök fagfólks og annarra sem vinna með og að velferð fólks með fatlanir og þroskafrávik í Norður Ameríku. Félagar innan samtakanna stuðla að framsæknu rannsóknarstarfi, viðurkenndu verklagi og mannréttindum fyrir fatlað fólki og fólk með þroskafrávik.
09.01.2023
Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 7 - 11 ára verður kennd í húsnæði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar um næstu helgi, 14. - 15. janúar. Helgina 4. - 5. febrúar verður Systkinasmiðja fyrir börn á aldrinum 12 - 14 ára. Námskeiðið er ætlað systkinum fatlaðra barna og barna með þroskafrávik. Börnin leysa verkefni með leiðbeinendum, ræða stöðu sína innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina. Einnig ræða þátttakendur hvernig þeir leysa úr erfiðleikum sem verða á vegi þeirra, meðal annars vegna systkina og margt fleira.
03.01.2023
Fyrsta námskeið vorannar á nýju ári hefst þann 9. janúar nk. en þá verður kennt hið sívinsæla námskeið Einhverfurófið - grunnnámskeið en því er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem sinnir umönnun, þjálfun og kennslu barna á einhverfurófi. Fjallað er um einhverfurófið, helstu einkenni einhverfu og birtingarform þeirra, greiningu, álag á fjölskylduna og samstarf foreldra og fagfólks. námskeiðum með afmarkaðari viðfangsefnum.
22.12.2022
Skýrsla um könnun sem gerð var um stuðningsþarfir fjölskyldna barna á langtímaeftirfylgd RGR á sl. ári má nálgast á vef RGR. Niðurstöður þessarar könnunarinnar voru einnig kynntar á vorráðstefnu RGR. Þá voru einnig tekin viðtöl við foreldra tveggja fatlaðra barna sem lýsa upplifun sinni af þjónustunni sem einnig má sjá á vef stofnunarinnar..
20.12.2022
Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar óskar vinum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári. Athugið að afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð 27. og 28. des. nk.