01.11.2017
Vakin er athygli á ráðstefnunni Þjóðarspeglinum, en hún fjallar um rannsóknir í félagsvísindum og verður haldin í Háskóla Íslands föstudaginn 3. nóvember næst komandi.
27.10.2017
Í dag 27. október er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar. Iðjuþjálfar nýta tækifærið til að kynna fag og störf á fjölbreyttum vettvangi. Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) var stofnað 1976 og telur um 300 félagsmenn.
27.10.2017
-
28.10.2017
ADHD samtökin efna til málþings á Hótel Hilton Nordica, föstudaginn 27. október undir yfirskriftinni „Ferðalag í flughálku“. Markmiðið er að varpa ljósi á stöðu ungmenna með ADHD. Hvernig er staðan í dag og hvaða úrræði eru í boði?
25.10.2017
Í dag þann 25. október er alþjóðlegur dagur Spina Bifida og Hydrocephalus (í. hryggrauf og vatnshöfuð). Dagurinn er nýttur til að vekja athygli á málefnum þessa hóps.
21.10.2017
Paralympic dagurinn er kynningardagur á íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi. Að þessu sinni er hann laugardaginn 21. október og líkt og síðustu ár fer hann fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.
18.10.2017
Vakin er athygli á fyrirlestri Gerard Quinn, prófessors við lagadeild National University of Ireland, Galway í hátíðarsal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 31. október kl. 12.00-13.30
13.10.2017
Fræðadagar heilsugæslunnar verða dagana 2. - 3. nóvember næst komandi. Yfirskriftin að þessu sinni er: Framsækin heilsugæsla - gæðaþróun í brennidepli. Þetta sjónarhorn verður notað til að skoða viðfangsefni heilsugæslu frá ýmsum hliðum.
13.10.2017
Við vekjum athygli á því að spurningakönnunin um þjónustu við fullorðið fólk á einhverfuróf er opin út október mánuð. Enn er því tækifæri til að svara og þín þátttaka skiptir máli!
12.10.2017
Í október gefst tækifæri til að auka vitund samfélagsins um Downs heilkenni. Í þessum mánuði hvetja samtök víða um heim til þess að fólki með Downs heilkenni sé fagnað, börnum jafnt sem fullorðnum.
10.10.2017
Skráning er hafin á Skólaþing sveitarfélaga en það verður haldið 6. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni „Á ég að gera það?“