29.01.2021			
	
	Hin árlega BUGL-ráðstefna Landspítala var haldin föstudaginn 29. janúar í opinni útsendingu á samfélagsmiðlum Landspítala og er ráðstefnan aðgengileg eftir á, á Facebook síðu spítalans. Yfirskrift ráðstefnunnar var  "Ég má vera öðruvísi: Margbreytileiki einhverfurófsins". Fjallað verður um einhverfu frá ýmsum sjónarhornum.
 
	
		
		
		
			
					22.01.2021			
	
	Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á fimm tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála.
 
	
		
		
		
			
					12.01.2021			
	
	Greiningar- og ráðgjafarstöð (GRR) barst á dögunum góð gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands en það var fyrrverandi starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og núverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi,  sem kom færandi hendi og gaf stofnuninni Tobii Dynavox Indi tjáskiptatölvu með íslenskum talgervli
 
	
		
		
		
			
					06.01.2021			
	
	Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra.  Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn í nóvember sl. og verður haldið aftur nú í febrúar. Um er að ræða  hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. 
 
	
		
		
		
			
					04.01.2021			
	
	Búið er að gefa út stöðugreiningu á verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndum en árið 2019 var upphafsár verkefnisins sem er samnorrænt. Verkefnið beinist að því að skoða hvernig unnið er að því á Norðurlöndunum að efla vellíðan og geðheilsu á fyrstu æviárum barna og hvaða aðferðum er beitt til að finna og bregðast snemma við áhættuþáttum í lífum þeirra og foreldra þeirra.