Íþróttadagur ALLIR MEÐ verkefnisins er 9. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember verður haldinn fyrsti íþróttadagur ALLIR MEÐ verkefnisins, í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Sérstakur markhópur eru börn á grunnskólaaldri, - börn með fötlun, sérþarfir og/eða stuðningsþarfir. Börn sem ekki hafa fallið inn í almennt íþróttastarf á einhvern hátt og /eða ekki tekið þátt Verkefnið ALLIR MEÐ var sett á fót í janúar 2023 og hefur að markmiði að virkja fleiri börn og ungmenni til þátttöku í íþróttastarfi. Verkefnastjóri er Valdimar Gunnarsson. Horft er sérstaklega til þeirra sem hafa einhverskonar fötlun, sérþarfir/ stuðningsþarfir eða greiningar sem hafa haft áhrif á þátttöku í almennu íþróttastarfi eða hindrað þátttöku. Á bak við ALLIR MEÐ verkefnið er öll íþróttahreyfingin, ÍF, UMFÍ og ÍSÍ auk þriggja ráðuneyta og Þroskahjálpar og ÖBÍ.

Reynsla íslenskra leikskóla af AEPS-2 færnimatslista við gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur staðið fyrir námskeiðum í notkun AEPS-2 færnimatslista við gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn allt frá árinu 2012. AEPS-2 færnimatslistinn tengir saman mat á færni, íhlutun og eftirfylgd á framförum. Atriði listans taka til aðstæðna barna í daglegu lífi þar sem áherslan er á mat á færni og þátttöku barna í daglegum athöfnum, sett eru fram mælanleg markmið og framförum er fylgt eftir.

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ritara á stofnuninni

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ritara á stofnuninni sem verður staðsettur í móttöku hennar. Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem hefur ríka þjónustulund til að sinna fjölbreyttum verkefnum.

Ráðgjafar- og greiningarstöð leitar að sjúkraþjálfara!

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara á sviði Langtímaeftirfylgdar. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.