Atferlisfræðingar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sóttu EABA ráðstefnu

EABA (European Association for Behaviour Analysis) hélt sína 11. ráðstefnu í Brno í Tékklandi 4. - 7. september 2024. Tilgangur EABA samtakanna er að stuðla að þróun atferlisgreiningar í Evrópu og er ráðstefnan því vettvangur til þess að miðla nýjustu þekkingu og rannsóknum á því sviði.