Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis er í dag 21. mars.

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim.  Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að Downs heilkenni væri erfðabreytileiki sem fylgt hefur mannkyninu frá upphafi og að 21. mars væri Alþjóðadagur Downs heilkennis. Einstaklingar með Downs heilkenni eiga að hafa sama rétt til lífsgæða og samfélagsþátttöku og aðrir landsmenn. 

Breytt verklag á útsendingu skýrslna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur breytt verklagi sínu varðandi útsendingu gagna í þeim tilgangi að gera greiningarferlið skilvirkara og flýta fyrir útsendingu gagna sem geta skipt máli við skipulag þjónustu í nærumhverfi barns.

Skráning hafin á vorráðstefnu um fötluð börn og fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn!

Í ár er vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Ráðstefnan er einn stærsti vettvangur þeirra sem starfa með börnum með öðruvísi taugaþroska. Ráðstefnan er sú fertugasta í röðinni og verður hún haldin á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Ráðstefnan mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur um hádegi á föstudeginum. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur -áskoranir og tækifæri.

Starfsfólk RGR glitraði með einstökum börnum 28.02.

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar glitraði með einstökum börnum á degi sjaldgæfra sjúkdóma og heilkenna.

Ráðgjafar- og greiningarstöð óskar eftir sálfræðingi.

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða tímabundið starf til 12 mánaða.

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf læknis á nýju Greiningasviði.

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf læknis á nýju Greiningasviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn, börn á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að öflugum lækni sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Barnalæknar auk unglækna sem eru í sérfræðinámi í barnalækningum eða á leið í slíkt nám eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Vorráðstefna 2025: Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur.

Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin í fertugasta sinn á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp.

Ás einhverfuráðgjöf heldur námskeið í CAT-kassanum og CAT-vefappinu 4. apríl

Ás einhverfuráðgjöf heldur námskeið í CAT-kassanum og CAT-vefappinu í Kríunesi við Elliðavatn föstudaginn 4. apríl nk.

Glænýtt fræðslunámskeið: Þjónusta frá frumgreiningu að athugunarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Námskeiðið er almenn fræðsla fyrir fagaðila um þá þjónustu sem Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) býður þjónustuaðilum upp á frá því að frumgreining liggur fyrir og þar til að greiningarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) er lokið.

Gagnreynt kennsluefni um Sambönd og samskipti er komið inn á vef MMS

Gagnreynt kennsluefni eftir Dr. Kathryn Pedgrif sem nefnist Sambönd og samskipti (e. Relationship Decoded) og fjallað var um á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í maí 2024 er komið inn á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Efnið er ætlað fólki frá 18 ára aldri.