Sigurbjörg Fjölnisdóttir skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Hún tók við starfinu 1. desember 2025 og er skipuð til fimm ára.

Sigurbjörg hefur starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Mosfellsbæ frá árinu 2020. Hún hefur áður gegnt stjórnunarstörfum hjá Reykjavíkurborg, meðal annars sem deildarstjóri stuðningsþjónustu og forstöðumaður, auk annarra starfa. Sigurbjörg er með Cand.Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.

Við hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð bjóðum Sigurbjörgu hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til að vinna með henni að áframhaldandi þróun og uppbyggingu þjónustu stofnunarinnar.