07.05.2020
-
08.05.2020
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á árlega vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar sem haldin verður 7. og 8. maí næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Mennt er máttur – Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum.
28.02.2020
Alþjóðlegur dagur sjaldgæfra sjúkdóma er 29. febrúar. Föstudaginn 28. febrúar standa Einstök börn og Greiningar- og ráðgjafarstöð fyrir málþingi á Grand Hótel Reykjavík frá 12:00-15:00.
28.01.2020
Íþróttaskóli fatlaðra í Reykjavík hefst laugardaginn 1. febrúar næstkomandi í íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14. Kennt verður á laugardögum frá kl.11.00 til 11.50 og stendur námskeiðstíminn til 4. apríl.
27.01.2020
Vakin er athygli á því að námskeiðið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið verður næst haldið á Akureyri 21. febrúar nk. í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Skráning fer fram á www.simenntun.is.
22.01.2020
Nýlega var birt ritrýnd grein eftir Evald Sæmundsen, sálfræðing á Greiningar- og ráðgjafarstöð, og fleiri sérfræðinga á svið einhverfu í ritinu Journal of Autism and Developmental Disorders.
14.01.2020
Föstudaginn 21. febrúar verður námskeiðið „Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið“ haldið í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.
03.01.2020
Vorönn Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er hlaðin áhugaverðum námskeiðum fyrir fagfólk, foreldra og aðra aðstandendur barna með þroskaraskanir og fatlanir. Fyrsta námskeið vorannar er hið sívinsæla námskeið Röskun á einhverfurófi, grunnnámskeið, sem hefst þann 20. janúar næstkomandi.
02.01.2020
Hið sívinsæla námskeið Klókir krakkar sem er ætlað börnum á einhverfurófi á aldrinum 11 til 13 ára og foreldrum verður haldið í 12 skiptum á tímabilinu 28. janúar til 12 maí næstkomandi.