21.03.2025
Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim.
Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að Downs heilkenni væri erfðabreytileiki sem fylgt hefur mannkyninu frá upphafi og að 21. mars væri Alþjóðadagur Downs heilkennis. Einstaklingar með Downs heilkenni eiga að hafa sama rétt til lífsgæða og samfélagsþátttöku og aðrir landsmenn.
20.03.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur breytt verklagi sínu varðandi útsendingu gagna í þeim tilgangi að gera greiningarferlið skilvirkara og flýta fyrir útsendingu gagna sem geta skipt máli við skipulag þjónustu í nærumhverfi barns.
14.03.2025
Í ár er vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Ráðstefnan er einn stærsti vettvangur þeirra sem starfa með börnum með öðruvísi taugaþroska.
Ráðstefnan er sú fertugasta í röðinni og verður hún haldin á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Ráðstefnan mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur um hádegi á föstudeginum.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur -áskoranir og tækifæri.