Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis er í dag 21. mars.

Í dag er alþjóðlegur dagur Downs-heilkennis en 21. mars ár hvert er tileinkaður heilkenninu og honum fagnað víða um heim. 

Sameinuðu þjóðirnar lýstu því formlega yfir árið 2011 að Downs heilkenni væri erfðabreytileiki sem fylgt hefur mannkyninu frá upphafi og að 21. mars væri Alþjóðadagur Downs heilkennis. Einstaklingar með Downs heilkenni eiga að hafa sama rétt til lífsgæða og samfélagsþátttöku og aðrir landsmenn. 

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöð fagnaði deginum með því að klæðast ósamstæðum sokkum. Í sameiningu getum við skapað inngildandi samfélag, samfélag án aðgreiningar.

Til hamingju með daginn!