24.08.2017			
	
	Á vegum Stígamóta verður haldið námskeið þann 4. september um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Fyrirlesarar eru Kerstin Kristensen og Denisse Cresso. Námskeiði verður í húsnæði Stígamóta að Laugavegi 170, 2. hæð. 
 
	
		
		
		
			
					22.08.2017			
	
	Við minnum á verkefnið „Einhverfa í Evrópu“ enn er hægt að taka þátt og svara spurningakönnunum!
 
	
		
		
		
			
					22.08.2017			
	
	Afmælisráðstefna á vegum Talþjálfunar Reykjavíkur verður haldin þann 14. september næst komandi. Fjallað verður um snemmtæka íhlutun í hnotskurn, hámarksárangur og undirbúning fyrir mál og lestur í leik- og grunnskólum. Fjölbreyttir fyrirlestrar á dagskránni. 
 
	
		
		
		
			
					15.08.2017			
	
	Samtök um atferlisgreiningu á Íslandi (SATÍS) bjóða til tveggja vinnustofa um náttúrlega kennslu. Fyrirlesari er Dr. Karen Toussaint, BCBA-D. Fjallað verður um áhrifaríkar leiðir til hegðunarstjórnunar og hvernig má kenna félagslega hegðun til að auka færni og fyrirbyggja óæskilega hegðun. 
 
	
		
		
			
					19.09.2017
						
	
	PEERS® - Félagsfærniþjálfun er námskeið sem er ætlað 13-17 ára unglingum sem eru með ADHD, einkenni einhverfu, kvíða, þunglyndi og aðra erfiðleika í félagslegum samskiptum og foreldrum þeirra. Markmiðið er að auka sjálfstæði unglinganna í félagslegum aðstæðum, hjálpa þeim að eignast vini og þróa vinasamband.
 
	
		
		
		
			
					10.08.2017			
	
	Dagana 14. -15. september næst komandi verður haldið grunnnámskeið í myndræna boðskiptakerfinu PECS (Picture Exchange Communication System) en það er óhefðbundin tjáskiptaleið þróuð fyrir einhverf börn. Sá sem notar PECS lærir að nota mynd til þess að biðja um hlut/athöfn og annað sem hann hefur þörf á að tjá sig um.
 
	
		
		
		
			
					03.08.2017			
	
	Nú styttist í ráðstefnuna Special Care 2017 en hún verður haldin í Hörpu dagana 17. og 18. ágúst n.k.. Efni ráðstefnunnar er tvíþætt, annars vegar er fjallað um fæðuinntökuerfiðleika hjá börnum og hins vegar um munnheilsu fólks á öllum aldri með sérþarfir.