21.12.2020
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar vinum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári. Athugið að afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð frá 23. des. til 4. janúar þó það sé starfsemi í húsinu.
15.12.2020
Námskeið vorannar GRR eru komin á vef stöðvarinnar. Fræðsla á sviði fatlana og þroskaraskana og útgáfu fræðsluefnis er eitt af hlutverkum stofnunnarinnar skv. lögum um um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
14.12.2020
Félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2020, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót.
23.11.2020
Upptökur af fyrirlestrum frá Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 10. og 11. september síðastliðinn eru komnar á vefinn okkar.
19.11.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra í afleysingu í eitt ár. Leitað er að einstaklingi með menntun, þekkingu og góða reynslu til að leiða starf stofnunarinnar á sviði mannauðsmála. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála í samstarfi við forstöðumann og aðra stjórnendur, fylgir eftir stefnu, samningum og verklagi stofnunarinnar.
13.11.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöðu hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið er hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi. Farið verður yfir aðferðir til að draga úr kvíðaeinkennum barna og koma í veg fyrir kvíða síðar á lífsleiðinni.
13.11.2020
Út er komin ný íslensk bók, Elli - dagur í lífi drengs með ADHD á vegum ADHD samtakanna. Bókin er fjörug, ríkulega myndskreytt barnabók, byggð á raunverulegum atburðum í lífi níu ára íslensk drengs sem er með ADHD.
28.10.2020
Á hverju ári veita Landssamtökin Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.
14.10.2020
Barnahús, sem sinnir málefnum barna sem sætt hafa kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi, hefur fengið styrk að upphæð 35 milljónir króna sem nýtist til styttingar biðlista ásamt því að efla starfsemina verulega. Styrkurinn er liður í aðgerðapakka stjórnvalda til þess að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins og er ein af tillögum aðgerðateymis gegn ofbeldi sem skipað var í maí. Styrkurinn gerir Barnahúsi kleift að fjölga ráðgjöfum og þannig stytta biðlista, en um fimm mánaða biðlisti er sem stendur eftir þjónustu Barnahúss.
30.09.2020
Þriðjudaginn 6. október byrjar áhugavert og bráðskemmtilegt verkefni á vegum Þroskahjálpar fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 15 ára með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir. Verkefnið er kallað „Menning – frá okkar bæjardyrum séð“ og er það unnið með styrk úr Barnamenningarsjóði.