Þekkir þú Múrbrjót?

Handhafar Múrbrjóts 2019
Handhafar Múrbrjóts 2019

Á hverju ári veita Landssamtökin Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks 3. desember. Múrbrjóturinn dregur nafn sitt af því að viðurkenningin er veitt þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks og stuðla þannig að því að það fái tækifæri til að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og til að lifa eðlilegu lífi til jafns við aðra.

Nú leita Landssamtökin Þroskahjálp til almennings í leit að tilnefningum fyrir þau sem hafa verið framúrskarandi á árinu þegar kemur að því að brjóta niður múra. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið throskahjalp@throskahjalp.is með nafni viðkomandi og rökstuðning. Múrbrjóturinn er veittur til einstaklinga, fyrirtækja, verkefna og stofnana eigi síðar en 15. nóvember.

Stjórn samtakanna velur verðlaunahafann og fær hann Múrbrjótinn afhentan í tengslum við alþjóðadag fatlaðs fólks þann 3. desember.