31.01.2022
Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í febrúar 2022 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.
28.01.2022
Það eru laus pláss á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 7. febrúar. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.
18.01.2022
Grein um Systkinasmiðju á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (nú Ráðgjafar- og greiningarstöðvar) birtist 1. tbl. Umhyggjublaðsins sem út kom út í lok síðasta árs. Hún er endurbirt hér á vef stöðvarinn með góðfúslegu leyfi Umhyggju og höfunda.
03.01.2022
Ráðgjafar- og greiningarstöð (nýtt nafn fyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð frá 1. janúar sl.) vekur athygli á að námskeiðið Kynheilbrigði verður haldið í fjarkennslu þann 10. janúar nk. og er þar af leiðandi hentugt fyrir fólk á landsbyggðinni og aðra sem ekki eiga heimangengt. Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem sinnir kennslu, þjálfun og umönnun barna með þroskafrávik á grunn- og framhaldsskólastigi.
02.01.2022
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur fengið nýtt nafn en frá 1. janúar 2022 ber hún heitið Ráðgjafar- og greiningarstöð samkvæmt breytingum á lögum um stofnunina, sem þá tóku gildi. Þar með verður lögð áhersla á ráðgjafarhlutverk stofnunarinnar, hópar sem fá þjónustu frá henni eru skilgreindir betur og skyldur hennar gagnvart þeim verða skýrari.