Námskeiðsdagskráin á vorönn er komin á vefinn okkar!

Við erum glöð að kynna nýja og spennandi námskeiðsdagskrá fyrir fagfólk og aðstandendur barna með öðruvísi taugaþroska. Í dagskránni má finna almenna fræðslu, hagnýtar upplýsingar og sértæk íhlutunarnámskeið sem miða öll að stuðningi, valdeflingu og fagþróun.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Hún tók við starfinu 1. desember 2025 og er skipuð til fimm ára.