17.12.2025
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi dagana 7. og 8. maí 2026. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Gló Æfingastöð.
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Sköpum tækifæri – þátttaka og framtíð fatlaðra barna.
17.12.2025
Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar óskar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum kærlega fyrir gott samstarf og ánægjuleg samskipti á árinu.
04.12.2025
Við erum glöð að kynna nýja og spennandi námskeiðsdagskrá fyrir fagfólk og aðstandendur barna með öðruvísi taugaþroska.
Í dagskránni má finna almenna fræðslu, hagnýtar upplýsingar og sértæk íhlutunarnámskeið sem miða öll að stuðningi, valdeflingu og fagþróun.
02.12.2025
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Hún tók við starfinu 1. desember 2025 og er skipuð til fimm ára.