31.08.2020			
	
	Nú eru sæti í sal nánast uppseld á vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar, sem að þessu sinni er haldin að hausti, þann 10. og 11. september næstkomandi. Hinsvegar er nóg pláss fyrir fólk sem vill taka þátt í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar þetta árið er Mennt er máttur - Fjölbreytt þjónusta fyrir nemendur með sérþarfir á öllum skólastigum og er dagskráin er stútfull af fyrirlestrum sem eiga erindi við alla sem sinna umönnun barna með sérþarfir.
 
	
		
		
		
			
					24.08.2020			
	
	Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birtir nú gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Gæðaviðmiðin voru unnin í náinni samvinnu við helstu hagsmunaaðila í málaflokknum en að vinnunni komu auk fulltrúa stofnunarinnar: Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Landssamtökin Þroskahjálp, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Öryrkjabandalag Íslands.
 
	
		
		
		
			
					24.08.2020			
	
	Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur 6-12 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík, 12. og 19. september  2020. Vel verður gætt að sóttvörnum og boðið uppá þátttöku um fjarfundarbúnað kjósi menn slíkt - hvar sem er á landinu.
 
	
		
		
		
			
					21.08.2020			
	
	Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 10.-11. september næstkomandi. 
 
	
		
		
		
			
					19.08.2020			
	
	Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur og einn fremsti einhverfusérfræðingur landsins, ásamt meðhöfundum birtir grein í septemberútgáfu tímaritsins Research in Autism Spectrum Disorders sem  byggir á samstarfsverkefni Greiningarstöðvar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er jafnframt hluti af doktorsnámi hennar  við Háskóla Íslands. Greinin heitir: Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention.
 
	
		
		
		
			
					14.08.2020			
	
	Ertu með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna. Langtímaeftirfylgd Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar eftir öflugum liðsmanni í þverfaglegt teymi sviðsins. Starfshlutfall er 60-100% og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
 
	
		
		
		
			
					05.08.2020			
	
	Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið saman nokkrar leiðbeiningar fyrir aðstandendur barna og ungmenna með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa að fara í próf vegna Covid-19. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að einstaklingur þurfi að fara í Covid-19 próf er mikilvægt að velta fyrir sér hvernig prófið fari fram og fá skýra mynd af ferlinu. Ef til vill eru ekki sömu aðferðirnar við framkvæmdina alls staðar. 
 
	
		
		
		
			
					05.08.2020			
	
	Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi. Stöðin vill koma á framfæri mikilvægum skilaboðum til foreldra vegna fyrirhugaðra þverfaglegra athugana á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, á tímum Covid-19. Vegna hættu á smiti setur stöðin fram eftirfarandi tilmæli: