Breytt verklag á útsendingu skýrslna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur breytt verklagi sínu varðandi útsendingu gagna í þeim tilgangi að gera greiningarferlið skilvirkara og flýta fyrir útsendingu gagna sem geta skipt máli við skipulag þjónustu í nærumhverfi barns.

Þetta breytta verklag felur í sér að ekki verða sendar út skýrslur sérfræðinga vegna barna sem koma í þverfaglega athugun frá 1. mars 2025. Frá þeim tíma verður sent út skjalið „Niðurstöður athugunar“ þar sem fram koma upplýsingar um ástæður tilvísunar, aðstæður barns, niðurstöður athugunar sem og áætlun og ráðgjöf um næstu skref varðandi þjónustu við barn og fjölskyldu þess.