Ráðgjafar- og greiningarstöð óskar eftir sérfræðingi við Mat á stuðningsþörf

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings við Mat á stuðningsþörf. Leitað er að sérfræðingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að verkefnum tengdum stuðningsþörfum fatlaðra barna og fullorðinna og mati á umfangi stuðningsþarfa.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Framkvæmd Staðlaðs mats á umfangi stuðningsþarfa fyrir börn og fullorðna (Supports Intensity Scale)

  • Þátttaka í fagteymi

  • Þátttaka í fræðslustarfi, þróunarverkefnum og rannsóknum innan og utan stofnunar

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem þroskaþjálfi og meistarapróf í sömu eða skyldri fræðigrein

  • Víðtæk reynsla af störfum með fötluðum börnum og fullorðnum

  • Reynsla af notkun matskerfa og tölfræðiúrvinnslu

  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni og hæfni til að starfa í teymi

  • Góð færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og skipulagshæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn um starfið skal fylgja upplýsingar um menntun, ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu**.** Sótt er um starfið á starfatorg.is. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar þessarar.

Á Ráðgjafar- og greiningarstöð starfa um 60 starfsmenn. Ráðgjafar- og greiningastöð er með fjölskylduvæna mannauðsstefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar. Gildi stofnunarinnar eru fagmennska, framsækni, velferð og virðing.

Samkvæmt samningi við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sér stofnunin um mat á stuðningsþörf fatlaðra á landsvísu. Matið er framkvæmt í heimabyggð þjónustunotenda og felur starfið því í sér töluverð ferðalög. Um er að ræða sérhæft starf sem krefst þjálfunar sem veitt er í upphafi.

Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Starfshlutfall er 80-100%

Umsóknarfrestur er til og með 17.11.2025

Nánari upplýsingar veitir

Guðný Stefánsdóttir

sviðsstjóri

Tölvupóstur: gudny.stefansdottir@rgr.is

Sími: 510 8400

Sækja um starf