19.12.2022
Námskeiðsdagskrá Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á vorönn 2023 er aðgengileg á vef stöðvarinnar. Alls verða 23 námskeið kennd á tímabilinu frá 9. janúar til 27. apríl 2023; allt námskeið sem henta aðstandendum barna með þroskafrávik og fatlanir sem og fagfólki sem vinnur með börnum.
07.12.2022
Skjöl um uppáhaldsorð í þroska barna sem nýtast foreldrum og fagfólki sem vinnur með börnum með fatlanir hafa verið þýdd á íslensku. Orð þessi eru nefnd F-words á ensku og hafa því oft verið kölluð F-orðin á íslensku en í ljósi þess að eitt orðið byrjar á „v" (Vinir) var brugðið á það ráð að kalla þau „uppáhaldsorð". Uppáhaldsorðin byggja á hugmyndafræðilegum ramma um Alþjóðlegt flokkunarkerfi um færni, fötlun og heilsu (ICF) frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).
30.11.2022
Síðastliðin tvö ár hafa María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Thelma Rún van Erven sálfræðingur, sem eru báðar starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, tekið þátt í Erasmus samstarfsverkefni fyrir hönd stofnunarinnar. Verkefnið kallast HEDY (Health Education for Disabled Youth) og var markmið þess að styðja við þróun námsefnis í tengslum við kynheilbrigði fyrir börn og unglinga með frávik í þroska.
17.11.2022
Hefur þú brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Ráðgjafar- og greiningarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf iðjuþjálfa á sviði Langtímaeftirfylgdar. Langtímaeftirfylgd sinnir fötluðum börnum og unglingum sem ætla má að þurfi sérhæfða þjónustu til lengri tíma. Þjónusta sviðsins er þverfagleg og tekur mið af þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Byggt er á ráðgjafar- og teymisvinnu með áherslu á fjölskyldumiðaða þjónustu.
28.10.2022
Á nýlegu málþingi ADHD samtakanna sem haldið var á Grand Hótel voru afhent Hvatningaverðlaun samtakanna. KFUM/K voru þess heiðurs aðnjótandi í þetta sinn en starfsmaður Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, Styrmir Magnússon félagsráðgjafi, var meðal þriggja aðila á vegum KFUM/K sem veitti verðlaununum viðtöku.
20.10.2022
CP félagið heldur jafningjanámskeið fyrir börn og ungmenni með CP í nóvember 2022 og janúar 2022. Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum með CP hreyfihömlun. Efni námskeiðsins er hugsað og útbúið af fólki með CP um það sem þau hefðu viljað vita og prófa fyrr á ævinni og mótað útfrá því fyrir ungt fólk með CP.
17.10.2022
Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir fjölbreyttum viðburðum til að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD. Gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar séu með ADHD - greint eða ógreint, börn og fullorðnir.
08.10.2022
Auglýst er laust til umsóknar starf félagsráðgjafa á Eldri barna sviði Ráðgjafar- og greiningarstöðvar. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Helstu verkefni og ábyrgð félagsráðgjafa er að veita fjölskyldum barna og/eða unglinga með þroskafrávik ráðgjöf og stuðning, afla upplýsinga um núverandi stuðnings- og þjónustuúrræði, meta þörf á frekari úrræðum og vinna í samráði við foreldra og aðra fagaðila að lausnum fyrir fjölskylduna og fleiri.
06.10.2022
Október er tileinkaður alþjóðlegri vitundarvakningu um Downs heilkenni á alþjóðavísu og hefur verið svo síðan 1980. Í þessum mánuði hvetja samtök víða um heim til þess að fólki með Downs heilkenni sé fagnað, börnum jafnt sem fullorðnum. Mikilvægt er að vekja athygli á styrkleikum einstaklinga í þessum hópi og þeim áföngum sem hafa náðst.
06.10.2022
PECS: Myndrænt boðskiptakerfi – grunnnámskeið verður haldið í Reykjavík 27. og 29. október kl. 9.00-12.00 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa og ráðgjafa. Myndræna boðskiptakerfið PECS (Picture Exchange Communication System) er óhefðbundin boðskiptaleið fyrir börn með einhverfu. Aðaláherslan í PECS er að þjálfa frumkvæði til að hafa boðskipti við aðra.