Hugmyndafundur ungs fatlað fólks 29. apríl

Málefnahópur ÖBÍ um málefni barna stendur fyrir hugmyndafundi ungs fólks þann 29. apríl. Viðburðurinn ber heitið Okkar líf - okkar sýn, en tilgangur fundarins er að hlusta á raddir fatlaðra ungmenna, systkina þeirra og ungmenna sem eiga fatlaða foreldra. Afar mikilvægt er að gefa þessum hópi tækifæri til þess að segja frá sinni upplifun og hugmyndum. Málefnahópurinn mun í framhaldi koma hugmyndum ungmennanna á framfæri við stjórnvöld. Umræðuefnið að þessu sinni verður, skólakerfið, íþróttir og tómstundir, aðgengi, samfélag og þátttaka og

Sálfræðingar – framlengdur umsóknarfrestur

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laus til umsóknar tvö störf sálfræðinga á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Laus sæti á námskeiðið AEPS færnimiðað matskerfi í fjarkennslu

Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á að það eru laus sæti á námskeiði: AEPS, færnimiðað matskerfi sem að þessu sinni er haldið í fjarkennslu þann 27. og 28. apríl nk. og hentar því vel fólki af landsbyggðinni og fólki sem ekki á heimangengt. AEPS-matskerfið (Assessment, Evaluation, Programming System for Infants and Children) er hagnýtt tæki sem nýtist við gerð einstaklingsnámskrár. Lögð er áhersla á samstarf foreldra og fagfólks við gerð markmiða og sérstakur matslisti fyrir foreldra fylgir.

Sálfræðinga vantar á Yngri barna svið

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laus til umsóknar tvö störf sálfræðinga á Yngri barna sviði.

Dagskrá vorráðstefnu RGR 2022 liggur fyrir

Dagskrá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir en ráðstefnan verður haldin 12. - 13. maí 2022. Ráðstefnan stendur yfir í einn og hálfan dag og lýkur á hádegi föstudaginn 13. maí. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Börn með fatlanir - Virkni og velferð. Aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að fagfólk, sem sinnir fræðslu og umönnun barna með þroskaröskun og/eða fötlun, sem og aðstandendur muni hittast, fræðast og gleðjast saman á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í vor.

Við leitum að sálfræðingi!

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra.

Starfsfólk RGR styður söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu

Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar hefur lagt inn 165.000 krónur á söfnunarreikning Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu en það var starfsmannafélag RGR sem stóð að söfnunni meðal starfsfólksins. Á vef Þroskahjálpar segir að fatlað fólk sé sérstaklega berskjaldað í stríðsátökum og staðan í Úkraínu er grafalvarleg. Fatlað fólk getur illa flúið, orðið sér út um nauðsynjar og er í mikilli hættu á að verða fyrir ofbeldi.

Marglitur mars

Einhverfusamtökin hafa hleypt af stokkunum nýjum listviðburði í tilefni af 2. apríl sem er alþjóðadagur einhverfu. Í ár er ætlunin að beina sjónum að listum og skapandi greinum með því að efna til listsýningar og lifandi dagskrár þar sem fólk á einhverfurófi er í aðalhlutverki. Yfirskrift verkefnisins í ár verður „Marglitur mars“.

Einhverfa - ný þekking og nýir straumar

Á nýafstöðnu Sálfræðiþingi 16. - 18. mars sl. stóðu sálfræðingar, sem m.a. starfa á Ráðgjafar- og greiningarstöð, fyrir málstofu undir yfirskriftinni Einhverfa - ný þekking og nýir straumar. Í málstofunni var meðal annars rætt að hátt hlutfall einhverfra barna greinist ekki fyrr en á grunnskólaaldri jafnvel þó að einkenni séu komin fram snemma. Þessi börn missa af snemmtækri íhlutun sem getur stuðlað að bættum framtíðarhorfum. Greint var frá niðurstöðum rannsóknar sem fór fram í heilsugæslunni, með því markmiði að finna fleiri einhverf börn fyrr en ella og frá þróunarverkefni sem hefur verið innleitt í allar heilsugæslustöðvar á landinu í kjölfarið.

Litríkir sokkar á fótum í dag!

Í dag eru rúm 10 ár síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér yfirlýsingu (66/149) um að 21. mars ár hvert skildi helgaður málefninu, með það fyrir augum að vekja athygli á mannréttindum, fullu frelsi, inngildingu og viðeigandi þjónustu fyrir alla einstaklinga með Downs-heilkenni. Með því að klæðast litríkum sokkum í dag, þá erum við að vekja athygli á, stuðla að mannréttindum og styðja við að virðing sé viðhöfð og jákvætt viðmót sé veitt gagnvart börnum og fullorðnum með heilkennið.