Laus sæti á Einhverfurófið - grunnnámskeið 2. júní

Það eru laus sæti á námskeiðið Einhverfuófið - grunnnámskeið sem haldið verður 2. júní nk. Námskeiðið er eitt hið vinsælasta sem haldið er af Ráðgjafar- og greiningarstöð og hentar aðstandendum og starfsfólki sem sinna umönnun, þjálfun og kennslu barna með einhverfu, Aspergers heilkenni og aðrar raskanir á einhverfurófi. 

Fjallað er um einhverfurófið, einkenni einhverfu og birtingarform þeirra, greiningu, álag á fjölskylduna og samstarf foreldra og fagfólks. Námskeiðið byggist aðallega á fyrirlestrum, fræðslumyndböndum um einhverfu og umræðum. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið í fræðslu um einhverfu og grunnur að öðrum námskeiðum með afmarkaðari viðfangsefnum. Kennslu- og meðferðarleiðir verða til dæmis ekki kynntar á þessu námskeiði heldur á öðrum námskeiðum. 

Sjá nánar hér, svo sem upplýsingar um skráningu, lengd námskeiðs og verð.