Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin í streymi

Í ljósi núverandi samkomutakmarkana, sem taka gildi 15. apríl og standa í þrjár vikur, er ljóst að vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 29. og 30 apríl verður alfarið haldin í streymi. Við stefnum því á að halda metnaðarfulla og áhugaverða ráðstefnu í því framúrskarandi tækniumhverfi sem Reykjavík Hilton Nordica hótelið býður upp á fyrir þátttakendur í streymi.

Opið fyrir umsóknir i Sumarfrí fjölskyldunnar

Búið er að opna fyrir umsóknir í Sumarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík. Leikurinn verður því endurtekinn frá síðasta sumri og fjölskyldum fatlaðra barna boðið upp á sumarfrí og samveru.

Fræðslunámskeið fyrir foreldra barna 13-18 ára með ADHD

Skráning stendur yfir á fræðslunámskeið fyrir foreldra 13-18 ára barna með ADHD verður haldið í húsnæði ADHD samtakanna, Háaleitisbraut 13 í Reykjavík laugardagana 17. apríl og 24. apríl 2021. Námskeiðið er bæði sent út beint í gegnum fjarfundabúnað sem og haldið í raunheimum.

Framhaldsnámskeið í PECS boðskiptakerfinu

Framhaldsnámskeið í PECS boðskiptakerfinu verður haldið í Reykjavík 29. apríl 2021. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS.

Laus sæti á þrjú námskeið um ungmenni með þroskaröskun í apríl

Þrjú áhugaverð námskeið fyrir aðstandendur og fagfólk sem vinnur með ungmennum með þroskaraskanir verða kennd í fjarkennslu á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar í apríl.

Tvær stöður félagsráðgjafa eru lausar til umsóknar

Tvær stöður félagsráðgjafa eru lausar til umsóknar á Greiningar- og ráðgjafarstöð. Önnur staðan er á Eldri barna sviði en hin staðan er á Yngri barna sviði og er tímabundin ráðning.

Dagskrá vorráðstefnu GRR liggur fyrir

Dagskrá árlegrar vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar er tilbúin og aðgengileg á vef GRR. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling.

Ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna í ágúst 2021

Norræn ráðstefna um fæðuinntökuerfiðleika barna verður haldin dagana 26. – 27. ágúst 2021 og verður hún eingöngu rafræn í ár. Ráðstefnan er skipulögð af norrænum þverfaglegum hópi sérfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á erfiðleikum með fæðuinntöku hjá börnum.

Opið fyrir skráningar á Vorráðstefnu í apríl

Árleg Vorráðstefna Greiningar- og ráðgjafarstöðvar verður haldin 29. - 30. apríl næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Börn með fatlanir - Viðhorf og valdefling. Búið er að opna fyrir snemmskráningu.

Námskeið um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks

Greiningar- og ráðgjafarstöð vekur athygli á nýju námskeiði, Kynheilbrigði I sem haldið verður þann 1. mars næstkomandi. Fjallað er um kynheilbrigði og kynfræðslu út frá sjónarhóli fatlaðs fólks, af hverju þessi fræðsla er mikilvæg og hvaða þáttum ber að huga að í námsumhverfinu.