Vorráðstefna 2025: Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur.

Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin í fertugasta sinn á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi 8. og 9. maí 2025. Í ár verður ráðstefnan haldin í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp.

Ás einhverfuráðgjöf heldur námskeið í CAT-kassanum og CAT-vefappinu 4. apríl

Ás einhverfuráðgjöf heldur námskeið í CAT-kassanum og CAT-vefappinu í Kríunesi við Elliðavatn föstudaginn 4. apríl nk.

Glænýtt fræðslunámskeið: Þjónusta frá frumgreiningu að athugunarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Námskeiðið er almenn fræðsla fyrir fagaðila um þá þjónustu sem Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) býður þjónustuaðilum upp á frá því að frumgreining liggur fyrir og þar til að greiningarferli á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) er lokið.

Gagnreynt kennsluefni um Sambönd og samskipti er komið inn á vef MMS

Gagnreynt kennsluefni eftir Dr. Kathryn Pedgrif sem nefnist Sambönd og samskipti (e. Relationship Decoded) og fjallað var um á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar í maí 2024 er komið inn á vef Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Efnið er ætlað fólki frá 18 ára aldri.

Jólakveðja frá Ráðgjafar- og greiningarstöð

Óskað er eftir sálfræðingi til afleysinga á Ráðgjafar- og greiningarstöð

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða afleysingastarf til 12 mánaða með möguleika á framlengingu.

Upptökur og glærur frá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 2024 aðgengilegar

Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 2. og 3. maí 2024 eru komnar á vef RGR. Yfirskrift ráðstefnunnar var Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.

Námskeiðsdagskrá vorannar 2025

Námskeiðsdagskrá vorannar 2025 er nú aðgengileg. Námskeiðsúrvalið er fjölbreytt svo auðvelt er að finna sér eitthvað sem gagnast í uppeldi og þjónustu við börn með ódæmigerða þroskaframvindu. Frekari upplýsingar um hvert námskeið má sjá undir fræðsla og námskeið á vef RGR.

Nýtt verklag við útsendingu gagna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) vinnur stöðugt að því að auka öruggi og skilvirkni og hefur endurskoðað verklag sitt við dreifingu á niðurstöðum athugana og annara gagna.

Sálfræðingur til afleysinga

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Um er að ræða afleysingastarf til 12 mánaða með möguleika á framlengingu.