29.01.2021
Hin árlega BUGL-ráðstefna Landspítala var haldin föstudaginn 29. janúar í opinni útsendingu á samfélagsmiðlum Landspítala og er ráðstefnan aðgengileg eftir á, á Facebook síðu spítalans. Yfirskrift ráðstefnunnar var "Ég má vera öðruvísi: Margbreytileiki einhverfurófsins". Fjallað verður um einhverfu frá ýmsum sjónarhornum.
22.01.2021
Landssamtökin Þroskahjálp hafa gefið út þrjú myndbönd á fimm tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna. Myndböndin eru liður í aukinni þjónustu samtakanna við fatlað fólk af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra með styrk frá Þróunarssjóði innflytjendamála.
12.01.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð (GRR) barst á dögunum góð gjöf frá Öryggismiðstöð Íslands en það var fyrrverandi starfsmaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar og núverandi starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar, Hrönn Birgisdóttir iðjuþjálfi, sem kom færandi hendi og gaf stofnuninni Tobii Dynavox Indi tjáskiptatölvu með íslenskum talgervli
06.01.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur hleypt nýju námskeiði af stokkunum, Kvíði barna á einhverfurófi - fræðslunámskeið fyrir foreldra. Námskeiðið var haldið í fyrsta sinn í nóvember sl. og verður haldið aftur nú í febrúar. Um er að ræða hagnýtt fræðslunámskeið um kvíða þar sem farið er yfir helstu einkenni kvíða hjá ungum börnum á einhverfurófi.
04.01.2021
Búið er að gefa út stöðugreiningu á verkefninu Fyrstu 1000 dagar barnsins á Norðurlöndum en árið 2019 var upphafsár verkefnisins sem er samnorrænt. Verkefnið beinist að því að skoða hvernig unnið er að því á Norðurlöndunum að efla vellíðan og geðheilsu á fyrstu æviárum barna og hvaða aðferðum er beitt til að finna og bregðast snemma við áhættuþáttum í lífum þeirra og foreldra þeirra.
21.12.2020
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar óskar vinum, samstarfsfólki og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum góð samskipti og samvinnu á liðnu ári. Athugið að afgreiðsla stöðvarinnar er lokuð frá 23. des. til 4. janúar þó það sé starfsemi í húsinu.
15.12.2020
Námskeið vorannar GRR eru komin á vef stöðvarinnar. Fræðsla á sviði fatlana og þroskaraskana og útgáfu fræðsluefnis er eitt af hlutverkum stofnunnarinnar skv. lögum um um Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
14.12.2020
Félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Samkvæmt reglugerðinni á foreldri langveiks eða alvarlega fatlaðs barns sem hlotið hefur greiðslur í desember 2020, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna, rétt á desemberuppbót.
23.11.2020
Upptökur af fyrirlestrum frá Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 10. og 11. september síðastliðinn eru komnar á vefinn okkar.
19.11.2020
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR) auglýsir laust til umsóknar starf mannauðsstjóra í afleysingu í eitt ár. Leitað er að einstaklingi með menntun, þekkingu og góða reynslu til að leiða starf stofnunarinnar á sviði mannauðsmála. Mannauðsstjóri leiðir þróun mannauðsmála í samstarfi við forstöðumann og aðra stjórnendur, fylgir eftir stefnu, samningum og verklagi stofnunarinnar.