Fréttir

Barnalæknir og sálfræðingur óskast til starfa

Greiningar- og ráðgjafarstöð auglýsir lausar stöður barnalæknis og sálfræðings hjá stofnunni. Leitað er að fagfólki sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Alþjóðlegi árveknidagurinn um Duchenne er í dag

Alþjóðlegi árveknidagurinn um Duchenne er í dag, 7. sept en það eru Heimssamtök um Duchenne sem standa fyrir deginum til að vekja athygli á Duchenne og Becker MB sjúkdómunum. Þemað í ár er Duchenne og fullorðisárin.

Upptökur af fyrirlestrum frá Vorráðstefnu 2021

Upptökur og glærur frá fyrirlestrum Vorráðstefnu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar sem haldin var í lok apríl síðastliðinn eru komnar á vef stöðvarinnar.

Körfubolti fyrir alla!

Að æfa körfubolta gefur börnum tækifæri að vinna í styrk, jafnvægi og samhæfingu, ásamt því að læra samskipti og að vera hluti af liði en Haukar bjóða upp körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir á aldrinum 6 til 14 ára.

Dagskrá námskeiða GRR á haustönn 2021 liggur fyrir!

Dagskrá námskeiða GRR á haustönn liggur nú fyrir. Sem fyrr geta bæði fagaðilar og aðstandendur barna með þroskaröskun og fötlun valið úr fjölda námskeiða til að mæta börnunum betur á vegferð þeirra.

Ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytis um farsæld barna 2. - 3. sept. nk.

Félagsmálaráðuneytið boðar til ráðstefnu um farsæld barna dagana 2. – 3. september 2021. Á ráðstefnunni er ætlunin að stíga næstu skref í þeirri vinnu sem staðið hefur yfir undanfarin ár um breytingar í þágu barna.

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur opnað á ný eftir sumarfrí

Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur opnað á ný eftir sumarfrí, í dag þriðjudaginn 3. ágúst. Í ljósi stöðunnar vegna aukinna Covid-19 smita í samfélaginu er athygli er vakin á því að gestum ber skylda að til að mæta með grímu, virða sóttvarnir og eins metra reglu.

Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð fram að 3. ágúst

Greiningar- og ráðgjafarstöð er lokuð frá 5.júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. Stöðin opnar aftur kl. 10.00 þann 3. ágúst næstkomandi, sem er þriðjudaginn eftir verslunarmannahelgi.

Ný skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu

Nýlega kom út skýrsla á vegum starfshóps Karin Dom í Búlgaríu um um samstarfsverkefni Karin Dom stofnunarinnar og Greiningar- og ráðgjafarstöðvar en verkefnið hófst með formlegum hætti í janúar 2020. Karin Dom er sjálfseignarstofnun í borginni Varna sem þjónar fötluðum börnum og aðstandendum þeirra með sérstaka áherslu á menntun án aðgreiningar.

Ný grein sem byggir á skimunarrannsókn um einhverfu

Tveir sérfræðingar um einhverfu sem starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð, þau Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen, birtu nýlega grein í Journal of Autism and Developmental Disorders sem byggir á skimunarrannsókn þeirra. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Sigríðar Lóu sem ber heitir Að bera kennsl á einhverfu snemma en greinin ber heitið; Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow‑up in a Population Sample of 30‑Month‑Old Children in Iceland: A Prospective Approach.