Fréttir

Norræn samvinna á sviði sjaldgæfra sjúkdóma

Norræn ráðstefna um sjaldgæfa sjúkdóma fór nýlega fram í Stokkólmi en hún er skipulögð af stofnun sem fer með heilbrigðis- og velferðarmál í Svíþjóð, í samráði við norrænan verkefnahóp á sviði sjaldgæfra sjúkdóma (NNRD). Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Sjaldgæfir sjúkdómar drífa heilbrigðismál framtíðar áfram (e. Rare diseases are the engine of the healthcare of the future). Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur í mörg ár tekið þátt í norrænu samstarfi á sviði sjaldgæfra sjúkdóma. Mörg barna og unglinga sem hafa verið í þjónustu hjá stöðinni, eru með sjaldgæfar ástæður og stundum mjög sjaldgæfar ástæður fyrir fötlun sinni.

Brennur þú fyrir verkefnum tengdum þroskaframvindu barna?

Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa á Eldri barna sviði. Sviðið veitir þjónustu vegna barna á grunn- og framhaldsskólaaldri. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.

Laus sæti á Tákn með tali miðvikudaginn 27. september

Það eru laus sæti á námskeiðið Tákn með tali sem haldið verður miðvikudaginn 27. september í sal Rua

Duchenne dagurinn í dag; Brjótum niður múra

Í dag er alþjoðlegi Duchenne dagurinn en þema dagsins í ár er Brjótum niður múra (Breaking Barriers). Á alþjóðlegrum vef Duchenne dagsins segir að eitt af hverjum 5000 börnum séu greind með sjúkdóminn (Duchenne Muscular Dystropy – DMD) árlega. Ennfremur segir á vefnum að ýmis Duchenne samtök í veröldinni vinni að því ötullega árið um kring að tryggja aðgengi barna og fullorðinna með Duchenne sjúkdóminn, efla rannsóknir og fræða sjúklinga og fjölskyldur þeirra.

Laus sæti á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik

Ráðgjafar og greiningarstöð vekur athygli á lausum sætum á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 6. og 7. september nk. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um innihald og áherslur með hliðsjón af getu barnsins og um daglega framkvæmd og hlutverk ráðgjafa. Foreldrar koma og segja frá þátttöku sinni í heildstæðri atferlisíhlutun. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum af börnum á mismunandi getustigum.

Nýr vefur Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur hleypt af stokkunum nýjum vef sem hefur verið í smíðum undanfarna mánuði. Hefur útlit vefjarins verið fært til nútímans auk þess sem hann er notendavænni, þar með talið farsímavænni en eldri vefur RGR.

Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu RGR 2023 eru aðgengilegar

Upptökur af fyrirlestrum frá vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 11. og 12. maí 2023 eru komnar á vef RGR. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var: Fagmennska og framsækni í þjónustu við börn með fatlanir. Fyrirlestrar ráðstefnunnar voru alls 20 sem fluttir voru af 29 fyrirlesurum sem komu úr röðum fagfólks, stjórnsýslu, nemenda í sérdeildum og foreldra.

Sumarlokun Ráðgjafar- og greiningarstöðvar 2023

Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 10. júlí. Opnum aftur þriðjudaginn 8. ágúst klukkan 10. Sé erindið áríðandi má senda tölvupóst á netfangið rgr@rgr.is og verður því svarað eins fljótt og auðið er. Við minnum á upplýsingar á vef RGR, svo sem upplýsingar vegna námskeiða og fleira.

Dagskrá námskeiða á haustönn 2023 liggur fyrir

Dagskrá námskeiða Ráðgjafar- og greiningarstöðvar á haustönn liggur nú fyrir. Sem fyrr kennir margra grasa í námskeiðsflórunni og eru námskeiðin kennd bæði staðbundið og í fjarkennslu. Kennd verða námskeið sem hafa verið lengi á dagskrá eins og Einhverfurófið - grunnámskeið, Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik, AEPS - færnimiðað matskerfi, Skipulögð kennsla, Tákn með tali og mörg fleiri. Námskeið RGR henta fagfólki sem vinnur með fötluðum börnum og börnum með þroskafrávik og aðstandendum. Á dagskránni er einnig að finna nýrri námskeið eins og Náttúruleg kennsla, Skólafólk, ráð og leiðir, Systkinasmiðjan og fleiri.

Sigríður Lóa Jónsdóttir ver doktorsritgerð um snemmgreiningu einhverfu

Föstudaginn 26. maí nk. ver Sigríður Lóa Jónsdóttir, sálfræðingur á Ráðgjafar- og greiningarstöð, doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Að bera kennsl á einhverfu snemma. Early detection of autism.