10.09.2024
EABA (European Association for Behaviour Analysis) hélt sína 11. ráðstefnu í Brno í Tékklandi 4. - 7. september 2024. Tilgangur EABA samtakanna er að stuðla að þróun atferlisgreiningar í Evrópu og er ráðstefnan því vettvangur til þess að miðla nýjustu þekkingu og rannsóknum á því sviði.
19.08.2024
Glænýtt námskeið á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar - Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir
Námskeiðið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fjölbreyttar tjáskiptaleiðir (AAC). Sérstaklega á það við um foreldra, starfsfólk leikskóla, grunnskóla og annara stofnana.
13.08.2024
Nú á haustönn býður Ráðgjafar- og greiningarstöð upp á glænýtt námskeið sem fjallar um svefnvanda barna með þroskafrávik.
Námskeiðið er ætlað fagaðilum sem sinna ráðgjöf til foreldra barna með þroskafrávik, til dæmis ráðgjöfum í málefnum fatlaðra hjá sveitarfélögum, sérkennsluráðgjöfum, sérkennslustjórum, hjúkrunarfræðingum og sálfræðingum hjá heilsugæslu eða af öðrum vettvangi. Efni námskeiðsins miðast fyrst og fremst að börnum á aldrinum 1-10 ára en hluti efnisins getur einnig gagnast fyrir aðra aldurshópa.
01.07.2024
Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð vegna sumarleyfa frá og með 8. júlí til kl. 10.00 þann 6. ágúst 2024.
Gleðilegt sumar!
04.06.2024
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sálfræðings á Eldri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn á grunn- og framhaldsskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum þroskaframvindu barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
16.04.2024
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í snemmtækri íhlutun á Yngri barna sviði, starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði og starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Leitað er að einstaklingum sem hafa brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
26.03.2024
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, verður haldin 2. og 3. maí 2024 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Ráðstefnan mun standa í einn og hálfan dag en henni lýkur 12:30 föstudaginn 3. maí.
14.03.2024
Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á árlega vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldin verður 2. og 3. maí 2024 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Kynheilbrigði og fjölbreyttur taugaþroski - Mætum ólíkum þörfum frá bernsku til fullorðinsára.
12.03.2024
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf talmeinafræðings á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á Eldri barna sviði en þar er veitt þjónusta vegna barna á grunn- og framhaldsskólaaldri. Um er að ræða afleysingarstarf til allt að 12 mánaða.