01.07.2025
Hanna Marteinsdóttir sjúkraþjálfari Ráðgjafar- og greiningarstöð tók nýverið þátt í ráðstefnu EACD (European Academy of Childhood-onset Disability) sem í ár var sameinuð alþjóðlegum samtökum IAACD (International Alliance of Academies of Childhood Disability). Ráðstefnan fór fram í Heidelberg í Þýskalandi dagana 24. - 28. júní 2025.
01.07.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) hefur breytt skipulagi sínu með það að markmiði að bæta þjónustu og stuðla að meiri samfellu í þjónustu stofnunarinnar.
Í nýju skipulagi hefur sviðum verið fækkað úr sjö í þrjú: Greiningarsvið, Ráðgjafarsvið og Skrifstofa forstjóra. Samhliða breytingunni verða starfandi verkefnamiðuð teymi sem vinna þvert á sviðin, með það að markmiði að nýta sérþekkingu starfsfólks sem best.
30.06.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð frá 7.júlí og opnum við aftur 5.ágúst kl. 10:00.
23.06.2025
Hugtakið óhefðbundin tjáskipti hefur verið notað lengi á Íslandi þegar það er verið að ræða um tjáskipti þar sem einstaklingar þurfa að nýta sér tjáskiptaleið sem er hvorki talað mál né íslenskt táknmál. Síðastliðin ár hafa hugtökin fjölbreyttar tjáskiptaleiðir, tjáskiptatækni eða tjáskiptalausnir verið notuð í meira mæli þar sem þau þykja jákvæðari og henta betur okkar fjölbreytta samfélagi. Annað hugtak, sem er kannski meira lýsandi og tengist meira enska hugtakinu Augmentative and Alternative Communication (AAC), er fjölbreyttar og styðjandi tjáskiptaleiðir (FST). Hvaða hugtak við notum er ekki aðalatriðið en það sem skiptir mestu máli er að við styðjum einstaklinga í tjáskiptum sama hvernig tjáskiptin eru.
11.06.2025
Börnum með erlendan bakgrunn er oftar vísað á Ráðgjafar- og greiningarstöð (RGR) en börnum af íslenskum uppruna, samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vísindaritinu European Child & Adolescent Psychiatry. Rannsóknin ber heitið Rate differences in referrals and diagnostic outcomes of neurodevelopmental disorders between children with native and migrant backgrounds: a retrospective cohort study og var styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. Höfundar hennar eru Emilía Guðmundsdóttir, Helen M. Frigge, Evald Sæmundsen, Kolbrún B. Jensínudóttir og Urður Njarðvík.
05.06.2025
Þetta er tíunda samnorræna ráðstefnan um fæðuinntökuerfiðleika barna – Nordic Pediatric Feeding Disorder Conference. Að þessu sinni beinist ráðstefnan að málefnum er varða næringu um magaslöngu: fæðugjafir í gegnum slöngu, aðdraganda slíkra inngripa, lífið með magaslöngu, auk þess sem fjallað verður um leiðir til að örva fæðuinntöku um munn og draga úr þörf fyrir næringu í gegnum slöngu (tube weaning). Gert er ráð fyrir kynningu á tilfellum frá hverju landi og munu Heiða D. Sigurjónsdóttir talmeinafræðingur og Erna Petersen næringarfræðingur á Landspítala, m.a. kynna tilfelli frá Íslandi.
26.05.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð fékk Stacy Everson, sérfræðing í kynfræðslu, til landsins að frumkvæði Maríu Jónsdóttur sem heldur utan um námskeiðið.
22.05.2025
Ráðgjafar- og greiningarstöð auglýsir laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara. Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks stofnunarinnar.
14.05.2025
Metþátttaka á vel heppnaðri vorráðstefnu um fötluð börn með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn
Hin árlega vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar fór fram dagana 8. og 9. maí 2025 á Hilton Reykjavík Nordica og var einnig streymt á netinu. Í ár var hún haldin í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp undir yfirskriftinni Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur – áskoranir og tækifæri. Um 550 þátttakendur sóttu ráðstefnuna, þar af um 100 í gegnum streymi – sem gerir hana að einni stærstu ráðstefnu RGR til þessa.
30.04.2025
Í dag, 30. apríl 2025, er síðasti dagur til að skrá sig á vorráðstefnu 2025.