18.01.2022
Grein um Systkinasmiðju á vegum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (nú Ráðgjafar- og greiningarstöðvar) birtist 1. tbl. Umhyggjublaðsins sem út kom út í lok síðasta árs. Hún er endurbirt hér á vef stöðvarinn með góðfúslegu leyfi Umhyggju og höfunda.
03.01.2022
Ráðgjafar- og greiningarstöð (nýtt nafn fyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð frá 1. janúar sl.) vekur athygli á að námskeiðið Kynheilbrigði verður haldið í fjarkennslu þann 10. janúar nk. og er þar af leiðandi hentugt fyrir fólk á landsbyggðinni og aðra sem ekki eiga heimangengt. Námskeiðið er ætlað starfsfólki sem sinnir kennslu, þjálfun og umönnun barna með þroskafrávik á grunn- og framhaldsskólastigi.
02.01.2022
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur fengið nýtt nafn en frá 1. janúar 2022 ber hún heitið Ráðgjafar- og greiningarstöð samkvæmt breytingum á lögum um stofnunina, sem þá tóku gildi. Þar með verður lögð áhersla á ráðgjafarhlutverk stofnunarinnar, hópar sem fá þjónustu frá henni eru skilgreindir betur og skyldur hennar gagnvart þeim verða skýrari.
20.12.2021
Starfsfólk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins óskar samstarfsaðilum um land allt gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við minnum á að um áramótin
taka gildi breytingar á lögum stofnunarinnar og mun nafn hennar þá breytast í Ráðgjafar- og greiningarstöð. Lögin hafa í för með sér ýmsar aðrar breytingar,
m.a. mun stofnunin, ef þörf krefur, taka þátt í samþættingu þjónustu við barn á meðan það þiggur þar þjónustu.
15.12.2021
Námskeiðsdagskrá vorannar Greiningar- og ráðgjafarstöðvar 2022 er nú aðgengileg á vef stöðvarinnar. Alls verða 26 námskeið kennd á tímabilinu frá 10. janúar til 10. júní 2022; allt námskeið sem henta aðstandendum barna með þroskaröskun og fatlanir sem og fagfólki sem vinnur með börnum. Einnig er unnið að undirbúningi vorráðstefnu stöðvarinnar sem haldin verður 12. og 13 maí nk.
15.12.2021
ADHD samtökin hafa auglýst dagskrá vorannar 2022 en þar er að finna fjölbreytt námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD svo sem Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin, Taktu stjórnina auk námskeiða fyrir fullorðinna.
30.11.2021
Unicef kynnti á dögunum teiknimynd fyrir yngri aldurshópa, einkum þriggja til sex ára, um réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndin var framleidd af UNICEF á dögunum í tilefni af Alþjóðlegum degi barna og sýnd á RÚV með íslensku tali þann 26. nóvember sl. Hún byggir á rannsóknum Unicef um hvernig best sé að kynna ungum börnum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna.
22.11.2021
Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og reynslu af skjalastjórnun til að leiða þróun skjalamála stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun og sjá um skráningu, frágang og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands.
28.10.2021
Alþjóðlegi Spina Bifida (hryggrauf/klofinn hryggur) dagurinn var 25. október sl. og af því tilefni var sýnd fræðslumynd á RÚV um Spina Bifida sem heitir hryggrauf eða klofinn hryggur.
25.10.2021
Málþingið Orkuboltar og íþróttir sem er á vegum ADHD samtakanna verður haldið 29. okt. nk. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi