Kerfisbilun í vefkerfi RGR í gær

Bilun kom upp í vefkerfi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) í gærkvöldi sem olli því að fréttatilkynning um vorráðstefnu RGR var send allt að 40 sinnum á móttakendur á póstlista. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið móttakendum. Þetta hefur ekki gerst áður í fræðslustarfinu og munum við leita leiða til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.