Fréttir

PECS framhaldsnámskeið þann 24.mars nk.

PECS framhaldsnámskeið verður haldið í Reykjavík, 24.mars frá klukkan 9:00– 12:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á eftirfarandi þætti í PECS þjálfun: Kynnt verða markmið og aðferðir við innlögn á seinni stigum PECS þ.e. stig 4, 5 og 6.

Námskeið um CAT-kassann

Þann 4. apríl nk. verður haldið fræðslunámskeið um notkun CAT-kassans Kríunesi við Elliðavatn frá kl. 9.00 til 15.30. Kennarar námskeiðsins eru Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi

Glitrandi klæðnaður til stuðnings Einstökum börnum mánudaginn 28. febrúar

Mánudaginn 28. febrúar verður alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður Ísland þar engin undantekning. Félagasamtökin Einstök börn hvetja alla til þess að klæðast einhverju glitrandi þann dag og sýna með því stuðning í verki til þeirra sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum eða heilkennum.

Laus sæti á námskeiðið Klókir litlir krakkar

Það eru laus sæti á námskeiðið Klókir litlir krakkar á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar sem haldið verður í sex skipti frá 3. mars nk. til 14. apríl í Bókasafni Kópavogs frá kl. 13.00 - 15.00. Námskeiðið er fyrir foreldra barna á einhverfurófi. Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á einhverfurófi sem eru á aldrinum fjögurra til átta ára og hefur efnið verið aðlagað að einkennum einhverfu.

Nýtt kennimerki Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð kynnir hér nýtt kennimerki (lógó) stofnunarinnar en merkið var í hannað í kjölfar lagabreytinga um starfsemi hennar, sem endurspeglast m.a. í nýju nafni og breyttum áherslum í starfseminni.

Ráðgjafar- og greiningarstöð lokuð til hádegis 7. febrúar vegna veðurs.

Vegna yfirvofandi óveðurs hefur verið ákveðið að loka starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til hádegis á morgun 7. febrúar. Ráðgert er að er opna aftur kl. 13.00.

Laus pláss í Systkinasmiðju 12. og 13. febrúar!

Systkinasmiðja verður haldin á Ráðgjafar- og greiningarstöð helgina 12. og 13. febrúar nk., kl. 12.00 - 15.00 báða dagana og það eru enn laus pláss. Systkinasmiðjan er fyrir krakka á aldrinum 8 - 14 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga systkini með fötlun. Systkini leysa saman ýmis verkefni, ræða um stöðu sína innan fjölskyldunnar, skólans og meðal vina.

Vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar verður haldin 12. og 13 maí

Fyrsta vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) verður haldin 12. og 13. maí næstkomandi. Aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að samkomutakmarkanir muni heyra sögunni til á þessum tima og að fagfólk, sem sinnir fræðslu og umönnun barna með þroskaröskun og/eða fötlun, sem og aðstandendur muni hittast, fræðast og gleðjast saman á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík í vor. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er: Börn með fatlanir - Virkni og velferð.

Námskeið um myndrænt boðskiptakerfi í febrúar

Námskeið um myndrænt boðskiptakerfið verður haldið í febrúar 2022 á vegum Sigrúnar Kristjánsdóttur þroskaþjálfa. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa þekkingu á fyrstu þremur stigunum í PECS. Aðaláherslan á þessu námskeiði verður á mikilvæga þætti í PECS þjálfun.

Laus pláss á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik 7. febrúar

Það eru laus pláss á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 7. febrúar. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og minnka óæskilega hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri.