Laus sæti á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik

Ráðgjafar og greiningarstöð vekur athygli á lausum sætum á námskeiðið Atferlisíhlutun fyrir börn með þroskafrávik sem haldið verður 6. og 7. september nk. Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar, kennslu nýrrar færni og hvernig unnt er að fyrirbyggja og draga úr óæskilegri hegðun í vinnu með börnum á leikskólaaldri. Einnig er fjallað um innihald og áherslur með hliðsjón af getu barnsins og um daglega framkvæmd og hlutverk ráðgjafa. Foreldrar koma og segja frá þátttöku sinni í heildstæðri atferlisíhlutun. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum og myndböndum af börnum á mismunandi getustigum.

Námskeiðið verður haldið í fræðslusal Rauða krossins í Hafnarfirði, Strandgötu 24 frá kl. 9.00 - 16.00 báða dagana. Skráning er eingöngu fullgild ef greitt er fyrir námskeiðið með greiðslukorti og fá þátttekndur senda kvittun í tölvupósti sem dugar fyrir endurgreiðslu frá stéttarfélagi í þeim tilvikum þgar það á við. 

Nánari upplýsingar hér