Nýr vefur Ráðgjafar- og greiningarstöðvar

Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur hleypt af stokkunum nýjum vef sem hefur verið í smíðum undanfarna mánuði. Hefur útlit vefjarins verið fært til nútímans auk þess sem hann er notendavænni, þar með talið farsímavænni en eldri vefur RGR. Í framtíðinni er stefnt á öflugari rafræna miðlun en áður hefur verið.  Eins og hjá öllum stofnunum og fyrirtækjum er vefur RGR mikilvægasta miðlunartæki stöðvarinnar og ásýnd út á við og er það vilji starfsfólks og stjórnenda að viðhalda vefnum og þeim upplýsingum sem hann hefur að geyma uppfærðum. Betur sjá augu en auga; hafi fólk ábendingar um efnistök sem betur mættu fara eru ábendingar vel þegnar á netfangið fraedsla@rgr.is.