25.09.2022
Starfsemi Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur að stórum hluta niðri vikuna 26. - 30. september vegna fræðsluferðar starfsfólks.
Svarað verður í síma 510 8400 og hægt er senda fyrirspurnir á netfangið rgr@rgr.is,
21.09.2022
Þriðjudaginn 27. september næstkomandi stendur Ráðgjafar- og greiningarstöð, í samstarfi við Norrænu menningargáttina og Norrænu velferðarmiðstöðina, fyrir málþingi í Helsinki, Finnlandi sem ber heitið Jöfn tækifæri fyrir börn með þroskaröskun af erlendum uppruna á Norðurlöndum. Á málþinginu deila sérfræðingar frá Norður- og Eystrasaltslöndum þekkingu og reynslu í þessum málum. Meðal annars verður fjallað um hvað má læra af Covid-19 faraldrinum, samþættingu þjónustu og reynslu úr skólakerfinu.
20.09.2022
Ráðgjafar- og greiningarstöð vekur athygli á nýju námskeiði sem hentar kennurum sem og öðru skólafólki s.s. námsráðgjöfum, leiðbeinendum, stuðningsfulltrúum og öðru starfsfólki grunn- og framhaldsskóla sem sinnir nemendum með frávik í taugaþroska og vilja auka við þekkingu sína. Námskeiðið, sem kennt verður þann 5. október frá kl. 9.00 - 15.00, er nýtt en byggir á eldra námskeiði sem hét Ráðagóðir kennarar og mörg kannast við. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki og kynnist hagnýtum aðferðum til að auka færni og æskilega hegðun í skólanum og að þátttakendur fái aukið sjálfstraust til að takast á við áskoranir sem tengjast nemendum með flóknar þarfir.
12.09.2022
Þrjú myndbönd sem kynnt voru á vorráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR) í maí sl. eru nú aðgengileg á vef stofnunarinnar sem og annað efni, bæði upptökur og glærur, sem kynnt voru á ráðstefnunni í vor.
29.08.2022
Ráðgjafar- og greiningarstöð er lokuð í dag mánudaginn 29. ágúst og á morgun þriðjudaginn 30. ágúst vegna flutninga stofnunarinnar að Dalshrauni 1 B í Hafnarfirði. Opnað verður fyrir símsvörun að nýju miðvikudaginn 31. ágúst kl. 8:30 - en búast má við skertri starfsemi að öðru leyti út vikuna. Ef erindið er áríðandi má senda tölvupóst á netfangið rgr@rgr.is.
15.08.2022
Fræðsludagskrá haustannar Ráðgjafar- og greiningarstöðvar liggur nú fyrir. Sem fyrr verður boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem henta bæði fólki sem starfa með fötluðum börnum og börnum með þroskaraskanir sem og foreldrum og öðrum aðstandendum. Námskeiðið Einhverfurófið - grunnnámskeið, sem er eitt vinsælasta námskeið RGR, verður haldið alls þrisvar sinnum, þar af einu sinni í fjarkennslu.
10.08.2022
Starfsfólk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar undirbýr nú flutning stofnunarinnar af miklu kappi en ný heimkynni verða að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Áætlað er að í ágústmánuði verður tekið á móti börnum, fjölskyldum þeirra og öðrum gestum á Digranesvegi 5 en í september í nýju húsnæði. Nánari dagsetningar og aðrar upplýsingar verða tilkynntar síðar.
27.06.2022
Ráðgjafar- og greinngarstöð verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 4. - 29. júlí 2022. Stofnunin opnar að nýju eftir sumarleyfi þriðjudaginn 2. ágúst.
27.06.2022
Nýlega birtist grein í tímaritinu Autism sem nefnist: Determinants of satisfaction with the detection process of autism in Europe: Results from the ASDEU study. Tveir starfsmenn Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, þau Evald Sæmundsen rannsóknarstjóri og Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur, eru meðhöfundar, en greinin er einn afrakstur áralangs Evrópusamstarfs, Autism Spectrum Disorders in the European Union (ASDEU).
22.06.2022
Haustdagskrá ADHD samtakanna liggur nú fyrir og sem fyrr eru fjölbreytt fræðsla í boði fyrir aðstandendur barna með ADHD. Svo sem námskeið fyrir 9-12 ára stráka annarsvegar og stelpur hinsvegar, auk tveggja fjarnámskeiða fyrir starfsfólk skóla, frístundaheimila og íþróttafélaga sem vinna með börnum með ADHD