Námskeið um Cat kassann

Þann 27. mars nk. verur haldið fræðslunámskeið um notkun CAT-kassans með áherslu á nýja útgáfu af kassanum. Kennarar námskeiðsins eru Ásgerður Ólafsdóttir, sérkennari og einhverfuráðgjafi og Sigrún Hjartardóttir, leikskólasérkennari og einhverfuráðgjafi. Námskeiðið verður haldið í Kríunesi við Elliðavatn frá kl. 9.00 til 15.30. 

Á námskeiðinu er almennt fræðsla um notun CAT kassans, sýnd eru myndbönd með dæmum um notkun og farið er yfir þjálfun í nota gögn CAT kassans. CAT-kassinn er sérstaklega þróaður til að auðvelda samræður við börn og ungmenni. Markmiðið með notkun hans er að styðja samræður við börn og ungmenni  frá 6 ára aldri sem eiga í erfiðleikum með að tjá sig beint um tilfinningar, hugsanir og upplifanir. Bæði foreldrar og fagfólk geta notað CAT-kassann á áhrifaríkan hátt í daglegum samræðum við börn.

Námskeiðsgjald: kr. 32.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er léttur hádegisverður, námskeiðgögn, kaffi og meðlæti. 

Athygli er vakin á að námskeið þetta er ekki á vegum Ráðgjafar- og greiningarstöðvar en skráning fer fram í tölvupósti með netföngunum: asgol@icloud.com eða sighjart52@gmail.com.

Við skráningu þarf að taka fram nafn, kennitölu, netfang og heimilisfang greiðanda. Einnig er gagnlegt að þátttakendur taki fram hvar þeir starfa. Þátttakendur þurfa að hafa meðferðis fartölvu eða iPad til að prófa appið. Skráning þarf að fara fram sem fyrst, í siðasta lagi viku fyrir námskeið. Greiðsluseðlar verða sendir nokkrum dögum fyrir námskeiðið.