15.12.2021
ADHD samtökin hafa auglýst dagskrá vorannar 2022 en þar er að finna fjölbreytt námskeið fyrir aðstandendur barna með ADHD svo sem Áfram stelpur, TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD, foreldranámskeiðin, Taktu stjórnina auk námskeiða fyrir fullorðinna.
30.11.2021
Unicef kynnti á dögunum teiknimynd fyrir yngri aldurshópa, einkum þriggja til sex ára, um réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Myndin var framleidd af UNICEF á dögunum í tilefni af Alþjóðlegum degi barna og sýnd á RÚV með íslensku tali þann 26. nóvember sl. Hún byggir á rannsóknum Unicef um hvernig best sé að kynna ungum börnum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna.
22.11.2021
Laust er til umsóknar starf skjalastjóra hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Leitað er að einstaklingi með góða þekkingu og reynslu af skjalastjórnun til að leiða þróun skjalamála stofnunarinnar. Stærsta verkefnið framundan er að fylgja eftir reglum um skjalavistun og sjá um skráningu, frágang og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns Íslands.
28.10.2021
Alþjóðlegi Spina Bifida (hryggrauf/klofinn hryggur) dagurinn var 25. október sl. og af því tilefni var sýnd fræðslumynd á RÚV um Spina Bifida sem heitir hryggrauf eða klofinn hryggur.
25.10.2021
Málþingið Orkuboltar og íþróttir sem er á vegum ADHD samtakanna verður haldið 29. okt. nk. Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi
15.10.2021
Í dag, föstudaginn 15.október, er alþjóðlegur dagur málþroskaröskunar DLD (Developmental Language Disorder). Málþroskaröskun DLD er taugaþroskaröskun líkt og ADHD og einhverfa og lýsir sér þannig að einstaklingur fylgir ekki aldursbundnum viðmiðum í málþroska t.d. hvað varðar orðaforða, málskilning, félagslega málnoktun og málfræði.
11.10.2021
Ertu sjúkraþjálfari með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf sjúkraþjálfara á Yngri barna sviði. Á sviðinu er veitt þjónusta við ung börn og börn á leikskólaaldri og fjölskyldur þeirra. Viðkomandi mun einnig vinna verkefni á sviði Langtímaeftirfylgdar en þar er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf, og fjölskyldur þeirra.
11.10.2021
Ertu talmeninafræðingur með brennandi áhuga á að starfa að fjölbreyttum verkefnum tengdum fjölskyldum fatlaðra barna með þverfaglegu teymi starfsfólks Greiningar- og ráðgjafarstöðvar? Auglýst er laust til umsóknar starf talmeinafræðings á sviði Langtímaeftirfylgdar. Á sviðinu er veitt þjónusta við börn og unglinga að 18 ára aldri, sem þurfa sérhæfða eftirfylgd og ráðgjöf.
29.09.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um sjaldgæfa sjúkdóma í allmörg ár, en mörg börn sem eru í þjónustu hjá stöðinni eru með fjölbreyttar og oftar en ekki sjaldgæfar orsakir sem valda einkennum þeirra. Finnska heilbrigðisstofnunin stendur fyrir fræðslufundi á netinu 12. nóvember nk. um málefni sem Norrænt samstarfsnet um sjaldgæfa sjúkdóma hefur fjallað um síðastliðin ár.
21.09.2021
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf rannsóknarstjóra. Rannsóknarstjóri framfylgir stefnu stofnunarinnar um þróun rannsóknarstarfs, hefur frumkvæði að rannsóknum og veitir ráðgjöf um málefni sem að þeim lúta.